Sælir foreldrar
Þrjú atiðið sem við þjálfararnir vildum koma á framfæri.
1. Mótið núna um helgina, allar upplýsingar um það eru á bloggsíðunni auk þess sem við sendum mail á alla þá sem eru á póstlistanum hjá okkur. Viljum við benda þeim foreldrum sem eiga eftir að skrá strákinn sinn á að gera það sem fyrst með því að senda mail á hilmar@raggoz.com
Á það mót er mæting fyrir alla klukkan 11.45 laugardaginn 30.apríl í Safamýrina (Framsvæðið). Þar verður strákunum svo skipt í lið.
2. Faxaflóamótið verður annarsvegar haldið 8.mai á Ásvöllum milli klukkan 11:00 og 12.30.(4 lið) og hinsvegar 14.mai á Seltjarnarnesi (2 lið) frá klukkan 09.00-10.30. Það kemur ekki í ljós fyrr en rétt fyrir fyrri dagsetninguna hvaða strákar spila á hvaða tíma. Viljum við biðja ykkur um að skrá strákinn ykkar á Faxaflóamótið með því að senda mail sem fyrst á hilmar@raggoz.com Ath. Ekkert þátttökugjald er á mótin hér að ofan.
3. Núna er Risinn dottinn út og færast sunnudagsæfingarnar því yfir á Ásvelli og halda sama tíma þ.e. frá 12.00-13.00. Reyndar er frí næsta sunnudag þar sem við erum að fara á mót á laugardeginum og einnig er 1.mai.
P.s. Fljótlega munum við boða til foreldrafundar þar sem við munum kynna það sem verður gert í sumar auk þess sem farið verður yfir Akranesmótið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli