Sælir foreldrar
Það eru fjórir hlutir sem við þjálfararnir vildum segja ykkur frá:
1. Sumaræfingarnar byrja frá og með mánudeginum næsta 23.maí. Æfingarnar verða á Ásvöllum frá klukkan 16.00-17.00 mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. Reikna má með að oftast verði æft á grasi en þó getur vel verið að einhverjar æfingar fari fram á gervigrasi. Við þjálfararnir metum það bara fyrir hvern leik.
2. Foreldrafundur verður haldinn næsta fimmtudag 26.maí klukkan 19.00 inni í stóra íþróttahúsinu að Ásvöllum. Mjög mikilvægt er að allavega einn foreldri mæti frá hverjum strák. Til að mynda verður fjallað um plan sumarsins auk þess sem við þjálfarar og foreldrastjórnin munum fara ítarlega í það hvernig Norðurálsmótið mun ganga fyrir sig.
3. Við erum að fara á mót hjá ÍR fimmtudaginn 2.júní. Þátttökugjald á því móti er 1.000kr og innifalið í því er verðlaunapeningur og grillveisla. Þess má geta að þessi dagur er frídagur uppstigningardagur. Reiknað er með að mótið verði leikið fyrir hádegi. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu móti sendið póst á hilmar@raggoz.com með upplýsingum um nafn iðkandans og hvort hann sé á eldra eða yngra ári.
4. Skráning í Norðurálsmótið er hafin. Borga þarf staðfestingargjald sem er óafturkrefjanlegt. Búast má við að heildargjaldið verði á bilinu 12-15þús. Staðfestingargjaldið er 2500 kr.
Eldra ár (2003) greiðir á : 140-26-29077 , kt. 290773-4829 senda kvittun á jone@lhg.is (nafn drengs í tilvísun)
Yngra ár (2004) greiðir á : 140-26-19874 , kt. 190874-5919 senda kvittun á thorirst@nobex.is (nafn drengs í tilvísun)
Einhverjir hafa nú þegar borgað staðfestingargjaldið. Staðfestið skráningu á hilmar@raggoz.com og greiðið staðfestingargjaldið í leiðinni á þessa bankareikninga hér að ofan. Einnig verður hægt að borga staðfestingargjaldið á foreldrafundinum. Mótið er haldið dagana 17.-19.júní.
Kveðja
Þjálfarar
Engin ummæli:
Skrifa ummæli