Vil byrja á að auglýsa eftir Liðsstjóra fyrir D-liðið. Það eru komnir liðsstjórar á öll hin liðin.
Það eru 44 strákar skráðir í mótið frá Haukum og verða 6 lið.
Til að sjá um liðið þá verður 1 liðsstjóri á hvert lið, hann fær matararmband eins og strákarnir.
Liðsstjórarnir eru eftirtaldið: A-lið: Jón pabbi Kristófers. B-lið: Ingvar Már pabbi Daníels Ingvars. C-lið: Elís Rafn pabbi Andra Fannars. D-lið: Vantar. E-lið: Pálmar pabbi Eiðs Orra. F-lið: Jónas pabbi Jónasar Bjartmars.
LIÐSSTJÓRAR ÞURFA AÐ MÆTA KL. 10:00 í GRUNDARSKÓLA og hitta Jón (foreldrastjórn) og fá skipulag dagsins og annað sem til fellur.
Liðstjóri sér um að liðið mæti á réttum tíma í leiki, fari í hádegismat, kvöldmat, liðsmyndatöku og sund á réttum tíma.
Aðrir foreldrar í liði síns barns hjálpa liðstjóranum með strákanna yfir daginn. Einhver sér um matarkassa liðsins og einhver fer í sundið.
Þjálfaranir verða 3, Hilmar Trausti, Simmi og Andri Geir (búin að vera að aðstoða á síðustu æfingum)
ATH. Í GISTIAÐSTÖÐUNNI HJÁ HAUKUM MUNU HANGA UPPI UPPLÝSINGAR UM LEIKI, VELLI, SÍMANÚMER og ALLAR AÐRAR UPPLÝSINGAR SEM FORELDRAR ÞURFA. Á FÖSTUDAGSKVÖLDINU KOMA NÝJAR UPPLÝSINGAR ÞAR UM DAGSKRÁ LAUGARDAGSINS.
Dagskrá Föstudags
08:30-10:30 Mæting í GRUNDARSKÓLA (Álma D, 2. hæð, stofa 201 og 202) Koma dótinu sínu fyrir og klæða sig fyrir skrúðgönguna (HAUKAPEYSA)
11:00 Mæting við Bæjarskrifstofur fyrir skrúðgöngu (Haukar safnast saman á einn stað)
11:15-11:45 Skrúðganga leggur af stað frá Bæjarskrifstofum og endar hjá Akraneshöllinni
12:00-12:30 Mótssetning í Akraneshöll
Matarnefnd: Strákarnir fá morgun-, hádegis- og kvöldmat en fá ávexti, samlokur og drykki yfir daginn hjá okkur, t.d. milli leikja. Hverju liði verður úthlutað matarkassi og poka fyrir föt drengjanna á meðan þeir keppa. Matarstöð verður í skólastofu strákanna. Matarkassar skulu koma í skólann að loknum degi. (Yfir daginn sér einhver foreldri í hverju liði um kassann, (ekki liðstjórinn)
· Gisting í skóla (foreldrar):
Föstudagskvöld: Mamma Baldurs Arnar, Mamma Árna Snæs, Pabbi Úlfars Arnar, Mamma Kristófers Kára, Foreldri Emils Ákasonar, Mollý mamma Eiðs Orra
Laugardagskvöld: Mamma Baldurs Arnar, Mamma Árna Snæs, Pabbi Úlfars Arnar, Pabbi Kristófers Kára, Foreldri Emils Ákasonar, Mollý mamma Eiðs Orra, Foreldri Sigurðar Snæs
Við Haukmenn leggjum allt kapp á …
· Allir taki saman þátt í dagskrá mótsins, í skrúðgöngu, kvöldskemmtun og
· verðlaunaafhendingu. Að strákarnir taki allir sem einn þátt í allri dagskrá.
· Að foreldrar fylgi sínum drengjum eftir í mótinu allan tímann. Margar Haukahendur eiga til að vinna létt verkJ
· Njóta þessarar þriggja daga móts. Við kappkostum að mæta til leiks full af leikgleði, styðjum strákana og hvetjum þá með jákvæðum stuðningi allan tímann.
· Að strákarnir gisti saman í skólanum eins og áður hefur komið fram, nema annað sé ákveðið. Yfir daginn eru foreldrar með í dagskránni, um kvöldið taka þeir við sem gista með hverju liði fyrir sig, u.þ.b. tveir foreldrar á lið.
· Liðsstjórar úr röðum foreldra verða hjá öllum liðum og gæta þess að liðið sé klárt í leik á réttum velli á réttum tíma.
· Ef foreldri tekur strákinn sinn með sér eitthvað á milli leikja er nauðsynlegt að láta liðstjóra vita eða vera í sambandi við hann.
· Dagskár mótsins er hægt að skoða á www.kfia.is/norduralsmot/frettir/ og hvetjum við foreldra til þess að skoða síðuna.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli