miðvikudagur, júní 08, 2011

Uppgjör fyrir Norðurálsmótið

Sælir foreldrar

Nú styttist í Norðurálsmótið hjá strákunum okkar og því þarf að greiða mótsgjaldið á næstu dögum. Til að einfalda alla vinnu hjá mér og foreldrastjórninni vinsamlegast greiðið í siðasta lagi á mánudaginn í næstu viku (13.júní). Mótsgjaldið er 16500 kr. Flestir hafa greitt 2500 kr. og þurfa því að greiða 14.000 kr. , aðrir greiða að sjálfsögðu allt gjaldið 16.500 kr.

Þeir sem tóku þátt í fjáröflun í vetur og eru óvissir hvað þeir skulda (sumir skulda ekkert) geta sent mér póst og fengið stöðuna hjá sínu barni.

Þar sem að Þórir (sem er sér um reikning yngra árs) er í staddur Suður Afríku á Ljónaveiðum bið ég ykkur öll að leggja inná reikning eldra árs og senda kvittun á mig.

Reikningur 140-26-29077 kt. 290773-4829 jone@lhg.is

Einnig bendi ég ykkur á að frekar upplýsingar um mótið hafa verið settar inná vef mótsins http://kfia.is/norduralsmot/.

Þegar að Hilmar og Simmi hafa raðað niður liðunum munum við reyna að búa til eitthvert plan fyrir foreldra þannig að sem flestir aðstoði yfir helgina við að láta allt ganga smurt fyrir sig.

Í næstu viku munum við hugsanlega reyna að hóa saman þeim sem verða liðstjórar og fleirum sem vilja aðstoða með hina ýmsu hluti og stilla saman strengina fyrir mótið. (nánar síðar)

Einnig kemur bráðlega listi yfir hvað gott væri fyrir strákanna að taka með sér á mótið.

Kv.

Jón

Engin ummæli: