Vöfflukaffi fyrir 7. flokk karla í knattspyrnu.
Ágætu foreldrar, forráðamenn, afar og ömmur, systkyni og iðkendur.
Það voru hressir fótboltadrengir úr 7.flokki Hauka sem gerðu góða ferð á Norðurálsmótið á Akranesi helgina 17. – 19. júní síðastliðinn. Haukastrákarnir stóðu sig mjög vel bæði innan vallar og utan. Rúsínan í pylsuendanum var svo að tvö Haukalið unnu sínar deildir og hömpuðu bikurum í lok móts.
Það má hins vegar ekki gleyma því að foreldrar og aðstandendur stóðu sig ekki síður vel. Stóðu vel við bakið á sínum mönnum á vellinum auk þess að taka virkan þátt í að aðstoða við undirbúning og skipulag ferðarinnar.
Haukar voru í einu og öllu til fyrirmyndar á mótinu. Knattspyrnudeild Hauka vill þakka ykkur fyrir ykkar framlag við að gera þessa helgi ógleymanlega fyrir alla Haukamenn með því að bjóða ykkur í smá mótttöku fyrir næsta heimaleik Hauka í 1. deild karla í knattspyrnu, við HK sem verður miðvikudaginn 29. júní 2011, kl. 20:00.
Strákunum okkar í 7. flokk gefst kostur á að leiða leikmenn inn á völlinn í upphafi leiks. Þeir sem það vilja eiga að mæta í keppnisbúningunum.
Ykkur er öllum boðið í vöfflukaffi í veislusal Hauka kl. 19:00 næsta miðvikudag 29.júní. Þar verður smá mótttaka þar sem stjórn knattspyrnudeildar vill þakka ykkur öllum fyrir frábæra frammistöðu á Norðurálsmótinu.
Að því loknu verður öllum boðið á leik Hauka og HK, auk þess sem öllum hópnum er boðið í VIP kaffi hjá Haukum í horni í hálfleik og eftir leik. Meðfylgjandi blað gildir sem boðsbréf í VIP kaffið. Ef einhverjir í hópnum hafa síðan áhuga á að gerast Haukar í horni er einfalt að setja nafnið sitt og símanúmer á boðsbréfið og afhenda það stjórnarmönnum.
Við vonumst til að sjá ykkur öll og endilega munið að boðið gildir ekki bara fyrir þá sem komust á mótið heldur alla þá sem æfa með 7. flokki og aðstandendur þeirra. Systkyni, afar og ömmur eru sérstaklega boðin velkomin.
Foreldrastjórn og þjálfarar 7. flokks.
Áfram HaukarJ
Engin ummæli:
Skrifa ummæli