miðvikudagur, júlí 20, 2011

Það sem er framundan

Sælir foreldrar

Það eru 3 atriði sem við þjálfararnir vildum koma áleiðis til ykkar.

Fimmtudaginn 28.júlí er seinasta æfing fyrir verslunarmannahelgina. Þá ætlum við að biðja ykkur foreldarana að mæta með strákunum en hugmyndin er að skipta strákunum upp í lið og láta þá spila. Svo ætlum við að tala við Daða Lárusson markmann meistaraflokks og biðja hann um að standa í markinu og leyfa strákunum að taka víti á hann. Svo í lokin verður leikur á milli strákanna og foreldra þeirra. Í lokin ætlum við svo að grilla pylsur. Reikna má með að þetta taki allt saman ca. 2 klukkustundir frá klukkan 16.00-18.00.

Við höfum ákveðið að gefa strákunum frí fyrstu vikuna eftir verslunarmannahelgina. Næsta æfing eftir hana verður því ekki fyrr en mánudaginn 8.ágúst.

Næsta mót hjá strákunum og jafnframt það seinasta þetta sumarið er Arion-banka mótið sem haldið verður í Fossvogi af Víkingum laugardaginn 13.ágúst. Þátttökugjald er 2000kr. og innifalið í því eru 4 leikir á lið (12mín hver leikur), flottur Disney glaðningur, verðlaunapeningur og hamborgaraveisla frá Grillhúsinu. Mótið tekur ca. 3 klst fyrir hver lið, leikir, verðlaunaafhending og grillveisla. Ekki er ennþá komin nákvæm tímasetning hvenær hvert lið spilar sína leiki. Við ætlum að biðja ykkur um að skrá ykkar strák með því að senda mail á hilmar@raggoz.com

Engin ummæli: