miðvikudagur, september 07, 2011

Foreldrafundur fimmtudaginn 8.sept

Sælir foreldrar

Á morgun fimmtudaginn 8.september ætlum við þjálfararnir að halda foreldrafund fyrir ykkur foreldra strákanna í 7.flokki kk í fótbolta. Fundurinn byrjar klukkan 21.00 og er haldinn í Engidal sem er fyrirlestrarherbergi inni í stóra íþróttahúsinu að Ásvöllum. Mikilvægt er að allavega annað foreldrið mæti. Við þjálfararnir komum til með að fara yfir helstu atriði vetrarins auk þess sem Guðbjörg íþróttastjóri Hauka kemur til með að kynna nýtt skráningarkerfi og ræða æfingagjöld.

Kveðja þjálfarar

Engin ummæli: