Páskabingó Hauka verður haldið sunnudaginn 18. mars nk. kl. 14:00 í Samkomusalnum Ásvöllum.
Að venju eru glæsilegir vinningar og má þar helst nefna 50 þúsund króna úttekt í Bónus og páskaegg frá Góu í hinum ýmsu stærðum og gerðum.
Spjaldið kostar 500 kr. en fjögur spjöld kosta 1500 kr.
Boðið verður upp á kaffi og djús. Þá verða á boðstólnum veitingar með kaffinu á vægu verði, kökur og ýmislegt fleira góðgæti.
Tilvalin fjlskylduskemmtun fyrir allt Haukafólk! Fjölmennum á Ásvelli og eigum góða stund saman.
fimmtudagur, mars 15, 2012
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli