miðvikudagur, mars 14, 2012

Foreldrafundur og skráningargjald

Kæru foreldrar

Mánudaginn 19.mars kl:20.00 verður haldinn foreldrafundur á Ásvöllum.

Aðal umræðuefnið verður Norðurálsmótið sem farið verður á dagana 15.-17.júní. Farið verður yfir hvernig mótið gengur fyrir sig og rætt verður um fjáraflanir fyrir mótið. Einnig förum við yfir hin mótin sem við erum nú þegar búnir að skrá strákana á, æfingatíma sumarsins o.fl.

Mjög mikilvægt er að allavega einn forráðamaður mæti fyrir hvern strák.

Einnig ætlum við að biðja ykkur að hafa hraðar hendur með að skrá strákinn ykkar á Norðurálsmótið svo að við þjálfararnir getum greitt skráningargjaldið fyrir liðin. Þau lið sem fyrst eru í að borga skráningargjald fyrir liðin fá þátttökurétt í mótinu. Þið sendið póst á hilmar@raggoz.com með nafni stráksins og greiðið 2.000kr skráningargjald inn á reikning 0544-26-060812 kt. 160186-3569 (gott væri ef þið gætuð sent kvittun á hilmar@raggoz.com)

Allar frekari upplýsingar er að finna inni á bloggsíðu flokksins http://7flokkur.blogspot.com/

Engin ummæli: