Við þjálfararnir erum búnir að skrá strákana í Norðurálsmótið sem er þriggja daga mót sem haldið er á Akranesi dagana 15.-17.júní.
Þátttökugjald hvers keppanda á Norðurálsmótinu er kr. 11.000(sama og í fyrra) Ofan á það bætist svo skráningargjald sem er 14.000kr á hvert lið (ekki félag) sem gerir u.þ.b. 2000 kr á strák. Þannig í heildina er þátttökugjaldið ca. 13.000 kr á strák.
Innifalið í þátttökugjaldi: Gisting í skólastofu í tvær nætur, kvöldverður föstudag, morgun,- hádegis, - og kvöldverður á laugardag, morgunverður og grillveisla á sunnudag, kvöldskemmtun og viðurkenningar.
Við ætlum að biðja ykkur um að skrá strákinn ykkar í mótið með því að senda póst á hilmar@raggoz.com og um leið greiða 2.000kr í staðfestingargjald.
Gjaldið greiðist inn á reikning 0544-26-060812 kt. 160186-3569. Muna að taka fram í skýringu nafn stráksins sem verið er að greiða fyrir. Til öryggis væri svo gott að senda kvittun á hilmar@raggoz.com
Mikilvægt er að skrá strákinn og borga staðfestnigargjaldið sem fyrst þar sem það þarf að leggja út fyrir skráningargjaldinu (14.000 á lið) sem fyrst svo að við fáum alveg örugglega að vera með í mótinu.
Við þjálfararnir ætlum svo að halda foreldrafund í þessum mánuði þar sem umræðuefnið verður meðal annars þetta mót auk annarra móta sem farið verður á í sumar.
bestu kveðjur
Hilmar og Simmi
Engin ummæli:
Skrifa ummæli