föstudagur, apríl 27, 2012

KFC-mót og æfingar framundan

Sælir foreldrar

Nú fer hver að vera síðastur á skrá sinn strák á KFC-mót Víkings sem við tökum þátt í helgina 5.-6. maí.
Flest liðin okkar koma til með að spila á laugardeginum en einhver á sunnudeginum. Mótið er spilað frá kl: 09.00-16.30 á laugardeginum og frá kl: 09.00-11.30 á sunnudeginum. Hvert lið klára sína leiki á tveimur og hálfri klukkustund. Við ætlum að biðja þá sem ennþá eiga eftir að skrá strákinn sinn á mótið að gera það strax með því að senda póst á hilmar@raggoz.com svo við þjálfararnir getum sett upplýsingar um liðin og leiki þeirra inn á bloggsíðuna eins fljótt og hægt er. Þátttökugjaldið er 2.000kr og innifalið í því eru leiknir, KFC-máltíð og verðlaunapeningur.

Einnig viljum við minna á að næstkomandi sunnudag er seinasta æfingin í Risanum en frá og með sunnudeginum 13.maí verða sunnudags æfingarnar á sama tíma kl:12.00-13.00 á gervigrasinu á Ásvöllum þar til sumaræfingatímarnir byrja.

kveðja
þjálfarar

þriðjudagur, apríl 17, 2012

ÍR mótið liðin og helstu upplýsingar

Sælir foreldrar

Hér að neðan eru liðin fyrir mótið á fimmtudaginn. Varðandi gjaldið sem er 1.500kr á strák, þá er best að þið gerið upp við mætingu hjá þjálfurum. Innifalið í gjaldinu er fjórir leikir á lið, grillveisla og verðlaunapeningur. Mótið hefst kl:10.00 og seinustu leikir eru spilaðir rétt fyrir klukkan 13.00.

Ítalska deildin: Þessi lið mæta bæði klukkan 09.40
Lið 4:
Gabríel
Aron Þór
Patrik Leó
Hugi
Birkir Bóas
Daníel Darri
Benedikt
Kári
Reynir

Kl. 10.00 Fylkir 4 – Haukar
Kl. 10.45 ÍR 5 – Haukar
Kl. 11.30 Haukar – Fram 6
Kl. 12.15 Haukar Fylkir 5

Lið 5:
Emil Ísak
Jón Sverrir
Arnór Elís
Vigfús
Oliver Breki
Þrymur
Sigurður Sindri
Mikael Lárus
Jörundur Ingi

Kl. 10.00 Haukar – Fram 7
Kl. 10.45 Haukar - Leiknir 4
Kl. 11.30 Fylkir 5 – Haukar
Kl. 12.15 Fram 6 - Haukar

Þýska deildin: Þetta lið mætir kl: 09.50
Snorri Jón
Victor Freyr
Aron Guðna
Sölvi Reyr
Jón Gunnar
Lórenz Þór
Ásgeir Bragi
Pétur Uni
Victor Breki

Kl. 10.15 Haukar – Fram 5
Kl. 11.00 Haukar – Fram 4
Kl. 11.45 Leiknir 3 – Haukar
Kl. 12.45 Fram 3 - Haukar

Spænska deildin: Þetta lið mætir kl: 10.10
Halldór Óskar
Róbert Bjarni
Jónas Bjartmar
Tómas Anulis
Freyr Elí
Þór Leví
Kristófer Kári
Rökkvi

Kl. 10.30 Haukar – ÍR
Kl. 11.15 Fylkir – Haukar
Kl. 12.00 Fram – Haukar
Kl. 12.30 Haukar - Leiknir

Enska deildin: Þetta lið mætir kl: 10.10
Daníel Ingvar
Ágúst Goði
Bóas
Össur
Þorsteinn
Patrik Snæland
Þráinn
Andri Fannar

Kl. 10.30 Haukar – ÍR
Kl. 11.15 Fylkir – Haukar
Kl. 12.00 Fram – Haukar
Kl. 12.30 Haukar - Leiknir

kveðja
þjálfarar

föstudagur, apríl 13, 2012

Afmælishlaup Hauka

Afmælishlaup Hauka.

Laugardaginn 14. apríl

Kl: 11:00.

Við hvetjum alla Haukafélaga til að taka þátt í hlaupinu.

Afmælishlaupið er 8,1 km. (Haukar 81 árs 12. apríl 2012).

Einnig verður boðið upp á 3. km. hlaup.

Útdráttarverðlaun.

Boðið verður upp á ávexti eftir hlaup.

miðvikudagur, apríl 11, 2012

Mót á næstunni

Sælir foreldrar

Nú fer að styttast í næstu tvö mót hjá strákunum. Það fyrra verður haldið á ÍR vellinum fimmtudaginn 19.apríl (sumardaginn fyrsta). Fyrsta liðið byrjar að spila frá kl. 09.00 og keppnin fyrir hvert lið tekur ekki meira en 2 klst. Keppnisgjald er 1.500kr og innifalið í því eru leikirnir, grillveisla og verðlaunapeningur.

Seinna mótið verður haldið á Víkingsvelli helgina 5. – 6. maí. Ekki ennþá komið í ljós hvor dagurinn það er. Keppni fyrir hvert lið tekur um 2-3 klst. Það er þátttökugjald 2.000kr og innifalið í því eru leikirnir, verðlaunapeningur og KFC-máltíð.

Við ætlum að biðja ykkur um að skrá strákinn ykkar sem fyrst með því að senda mail á hilmar@raggoz.com og taka fram nafn þess stráks sem þið eruð að skrá og á hvaða mót þið eruð að skrá hann. ÍR-mótið, Víkingsmótið eða bæði mótin.

Kveðja þjálfarar

fimmtudagur, apríl 05, 2012

Breyting á dagsetningu á söludegi Hummel

Söludagar Hummel verða haldnir 16.-18. apríl næstkomandi.
Opið verður frá kl. 17:00-19:00 alla dagana.

Hægt verður að kaupa fótboltabúning, peysur, sokka, buxur, töskur, fótbolta, æfingasett og vindjakka.

Sent verður á foreldra í næstu viku það sem er í boði og verð.

Allur ágóðinn af sölunni mun renna til Hauka.

miðvikudagur, apríl 04, 2012

Páskafrí

Sælir foreldrar

Ef einhverjir foreldrar vissu það ekki nú þegar þá er komið páskafrí frá æfingum. Við byrjum svo aftur miðvikudaginn 11.apríl. Gleðilega páska og hafiði það sem best í fríinu.

kveðja
þjálfarar