föstudagur, apríl 27, 2012
KFC-mót og æfingar framundan
Nú fer hver að vera síðastur á skrá sinn strák á KFC-mót Víkings sem við tökum þátt í helgina 5.-6. maí.
Flest liðin okkar koma til með að spila á laugardeginum en einhver á sunnudeginum. Mótið er spilað frá kl: 09.00-16.30 á laugardeginum og frá kl: 09.00-11.30 á sunnudeginum. Hvert lið klára sína leiki á tveimur og hálfri klukkustund. Við ætlum að biðja þá sem ennþá eiga eftir að skrá strákinn sinn á mótið að gera það strax með því að senda póst á hilmar@raggoz.com svo við þjálfararnir getum sett upplýsingar um liðin og leiki þeirra inn á bloggsíðuna eins fljótt og hægt er. Þátttökugjaldið er 2.000kr og innifalið í því eru leiknir, KFC-máltíð og verðlaunapeningur.
Einnig viljum við minna á að næstkomandi sunnudag er seinasta æfingin í Risanum en frá og með sunnudeginum 13.maí verða sunnudags æfingarnar á sama tíma kl:12.00-13.00 á gervigrasinu á Ásvöllum þar til sumaræfingatímarnir byrja.
kveðja
þjálfarar
þriðjudagur, apríl 17, 2012
ÍR mótið liðin og helstu upplýsingar
föstudagur, apríl 13, 2012
Afmælishlaup Hauka
Afmælishlaup Hauka.
Laugardaginn 14. apríl
Kl: 11:00.
Við hvetjum alla Haukafélaga til að taka þátt í hlaupinu.
Afmælishlaupið er 8,1 km. (Haukar 81 árs 12. apríl 2012).
Einnig verður boðið upp á 3. km. hlaup.
Útdráttarverðlaun.
Boðið verður upp á ávexti eftir hlaup.
miðvikudagur, apríl 11, 2012
Mót á næstunni
Sælir foreldrar
Nú fer að styttast í næstu tvö mót hjá strákunum. Það fyrra verður haldið á ÍR vellinum fimmtudaginn 19.apríl (sumardaginn fyrsta). Fyrsta liðið byrjar að spila frá kl. 09.00 og keppnin fyrir hvert lið tekur ekki meira en 2 klst. Keppnisgjald er 1.500kr og innifalið í því eru leikirnir, grillveisla og verðlaunapeningur.
Seinna mótið verður haldið á Víkingsvelli helgina 5. – 6. maí. Ekki ennþá komið í ljós hvor dagurinn það er. Keppni fyrir hvert lið tekur um 2-3 klst. Það er þátttökugjald 2.000kr og innifalið í því eru leikirnir, verðlaunapeningur og KFC-máltíð.
Við ætlum að biðja ykkur um að skrá strákinn ykkar sem fyrst með því að senda mail á hilmar@raggoz.com og taka fram nafn þess stráks sem þið eruð að skrá og á hvaða mót þið eruð að skrá hann. ÍR-mótið, Víkingsmótið eða bæði mótin.
Kveðja þjálfarar
fimmtudagur, apríl 05, 2012
Breyting á dagsetningu á söludegi Hummel
Opið verður frá kl. 17:00-19:00 alla dagana.
Hægt verður að kaupa fótboltabúning, peysur, sokka, buxur, töskur, fótbolta, æfingasett og vindjakka.
Sent verður á foreldra í næstu viku það sem er í boði og verð.
Allur ágóðinn af sölunni mun renna til Hauka.