fimmtudagur, ágúst 23, 2012

Strákarnir fá að leiða inná


​Sælir foreldrar

Á laugardaginn næstkomandi 25. ágúst býðst strákunum í 7.flokki karla að leiða leikmenn m.fl. inn á völlinn í leik gegn BÍ/Bolungavík.
Leikurinn hefst klukkan 14.00 og strákarnir eru beðnir um að mæta klukkan 13.30 við stigann upp á 2.hæð inni í íþróttahúsinu.
Strákarnir eiga að mæta í rauðu keppnistreyjunum sínum og svo í buxum eða stuttbuxum (fer svolítið eftir veðri). Ef strákurinn á ekki keppnistreyju þá er gott að hann mæti allavega í rauðri peysu.
Ég hvet ykkur til þess að leyfa strákunum að mæta því að ég veit að þeim finnst þetta mjög spennandi.

Bestu kveðjur
Hilmar Trausti

Engin ummæli: