miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Foreldrafótbolti 26. nóvember

Sunnudaginn 26. nóvember verður foreldrafótbolti á æfingatímanum í Víðistaðaskóla. Við hitum upp í nokkrum leikjum og síðan verður spilað foreldrar á móti sonum. Til að jafna leikinn örlítið ætla ég að biðja foreldra um að draga fram þykkustu lopasokkana sína og mæta með í leikinn. Enginn foreldri fær að spila með nema að vera í hnausþykkum lopasokkum eða einhverju öðru álíka heftandi! :-)

Fyrirkomulag æfinganna verður óbreytt: yngra árið og foreldrar þeirra mæta kl. 12:00 og eldra árið mætir kl. 13:00 ásamt foreldrum sínum.

Nú er um að gera að hvetja strákana og sýna íþróttaiðkun þeirra verðskuldaðan áhuga. Mætum öll og höfum gaman!

Engin ummæli: