fimmtudagur, febrúar 08, 2007

Akstursleiðbeiningar að Reykjaneshöllinni

Það eru víst ekki allir sem hafa komið í Reykjaneshöllina og því set ég hérna leiðbeiningar hvernig á að komast þangað.
Þið akið suður með sjó í átt að flugvellinum og beygið til hægri af Reykjanesbrautinni, inn í gömlu Njarðvíkina, á milli Bónusverslunar (á vinstri hönd) og Bílasölu (á hægri hönd). Þar akið þið í átt að miðbæ Reykjanesbæjar, með sjóinn ykkur á hægri hönd. Þegar þið hafið farið fram hjá Samkaupsverslun á vinstri hönd þá beygjið þið fljótlega til vinstri og ættuð þá að sjá risahús sem svipar til Egilshallarinnar.

Kort af Reykjanesbæ á PDF formi

Ef þið kíkið á þetta kort þá er Reykjaneshöllin rauði kassinn ca. mitt á milli tveggja fótboltavallanna sem sjást á kortinu.

Engin ummæli: