Það eru nokkur atriði foreldrar mega hafa í huga varðandi Reykjanesmótið núna á sunnudaginn:
1 - Ég kem með keppnistreyjur fyrir strákana en þeir þurfa sjálfir að skaffa buxur/stuttbuxur, sokka, skó, osfrv.
2 - Ég mæli eindregið með því að strákarnir spili í gervigrasbuxum eða öðrum síðbuxum. Gervigrasið í Reykjaneshöllinni er þannig að ef maður rennir sér á því þá fær maður líklega brunasár. Ef strákarnir vilja endilega keppa í rauðu Haukastuttbuxunum sínum þá geta þeir bara verið í þeim yfir síðbuxurnar
3 - Ég hvet alla til þess að temja sér þann sið að vera jákvæðir við hliðarlínuna og hvetja liðið í stað þess að einblína á einstaklinginn. Segja "og skora svo Haukar" og "flott gert Haukar" í staðinn fyrir "Skora svo Siggi" eða "frábært hjá þér Siggi". Þið náið pælingunni :)
4 - Við verðum að mestum líkindum með 4 lið (það kemur í ljós eftir æfinguna á morgun föstudag hvort við þurfum að draga fjórða liðið úr keppni) og það er því mikill handagangur í öskjunni þegar leikirnir fara að rúlla. Með mér á mótinu verður einn aðstoðarþjálfari en ég mun til viðbótar snapa í lið með mér 3 hressa foreldra til þess að vera umsjónarmenn eins liðs. Hlutverk þeirra verður einfaldlega það að halda liðinu saman þegar ekki er verið að spila, vera með á hreinu hvenær og hvar næsti leikur er og sjá til þess að enginn hverfi og missi af einhverju.
Sjáumst hress á sunnudaginn
1 - Ég kem með keppnistreyjur fyrir strákana en þeir þurfa sjálfir að skaffa buxur/stuttbuxur, sokka, skó, osfrv.
2 - Ég mæli eindregið með því að strákarnir spili í gervigrasbuxum eða öðrum síðbuxum. Gervigrasið í Reykjaneshöllinni er þannig að ef maður rennir sér á því þá fær maður líklega brunasár. Ef strákarnir vilja endilega keppa í rauðu Haukastuttbuxunum sínum þá geta þeir bara verið í þeim yfir síðbuxurnar
3 - Ég hvet alla til þess að temja sér þann sið að vera jákvæðir við hliðarlínuna og hvetja liðið í stað þess að einblína á einstaklinginn. Segja "og skora svo Haukar" og "flott gert Haukar" í staðinn fyrir "Skora svo Siggi" eða "frábært hjá þér Siggi". Þið náið pælingunni :)
4 - Við verðum að mestum líkindum með 4 lið (það kemur í ljós eftir æfinguna á morgun föstudag hvort við þurfum að draga fjórða liðið úr keppni) og það er því mikill handagangur í öskjunni þegar leikirnir fara að rúlla. Með mér á mótinu verður einn aðstoðarþjálfari en ég mun til viðbótar snapa í lið með mér 3 hressa foreldra til þess að vera umsjónarmenn eins liðs. Hlutverk þeirra verður einfaldlega það að halda liðinu saman þegar ekki er verið að spila, vera með á hreinu hvenær og hvar næsti leikur er og sjá til þess að enginn hverfi og missi af einhverju.
Sjáumst hress á sunnudaginn
Engin ummæli:
Skrifa ummæli