miðvikudagur, febrúar 21, 2007

Vel heppnað Reykjanesmót

Hraðmótið í Reykjaneshöllinni tókst með ágætum. Skipulagið á mótinu var kannski ekki upp á tíu en slapp svo sem. Skipulagið á Haukastrákunum var hins vegar stórfínt og því vil ég fyrst og fremst þakka góðri mætingu foreldra, sem voru örugglega hátt í 50 talsins, og svo góðri hjálp frá Birni (pabba Fannars), Ingvari (pabba Arnórs) og Bjarna (pabba Natans) sem stýrðu hver sínu liðinu með miklum sóma. Kærar þakkir fyrir hjálpina. Það er klárt mál að það verður eintómt fjör að fara með þessum flotta hópi stráka og foreldra á mót í sumar.

Það sást á strákunum að þeir eru ekki alveg komnir í leikæfingu og fannst mér þeir flestir vera ögn smeykir í fyrstu 1-2 leikjunum. Þeir voru reyndar ekki lengi að taka við sér og voru farnir að spila í seinni leikjunum eins og ég þekki þá. Það má ekki horfa fram hjá þeirri jákvæðu staðreynd að allir voru þeir mjög einbeittir í leikjunum og þurfti lítið að aðstoða þá við það að hafa hugann við boltann. Þetta er alls ekki sjálfgefið með svona litla gutta.

Haukaliðunum var skipt í 4 lið á mótinu sem öll hétu í höfuðið á evrópsku stórliði: Arsenal, Barcelona, Chelsea og Liverpool.

Barcelona í brjáluðu stuði
Efri röð: Emil (aðstoðarþjálfari), Kasper, Elís, Karl, Ísak
Neðri röð: Óskar Aron, Magnús, Þórir, Þórður og Kristófer.
Liverpool frekar íbyggnir á svip
Efri röð: Aron Freyr, Kristján Kári, Mikael, Ragnar Ingi, Hilmar Hennings
Neðri röð: Haraldur, Anton, Magnús, Hilmar og Kristján Ómar (þjálfari)
Geggjuð mynd af Chelsea
Efri röð: Símon, Jóhann, Fannar og Natan Snær
Neðri röð: Kristján Ómar (þjálfari), Óliver, Ólafur Atli, Egill, og Daníel Freyr
Arsenal í góðum fíling
Efri röð: Þórður Alex, Orri, Aron og Arnór
Neðri röð: Kristján Ómar (þjálfari) Marteinn, Ólafur, Hilmar Dagbjarts, Andri og Bjartur


Nú ætlar þjálfarinn að halda áfram og hamra járnið á meðan það er heitt og því er í pípunum æfingaleikur við FH uppi í Risa, sunnudaginn eftir 11 eða 18 daga - það kemur í ljós mjög bráðlega. Fylgist með.

Ef einhverjir eiga góðar myndir af mótinu þá megið þið endilega senda mér þær á netfangið sem er gefið upp hérna til hliðar. Ég held að það hafi verið pabbi Ísaks (Jón ef ég man rétt) sem var með upptökuvél á staðnum þegar Elís, sem þá stóð í marki hjá Barcelona, átti mögnuð tilþrif sem fólu í sér að hlaupa með boltann í höndunum aðeins of langt út á völlin :). Ef einhver á þetta atriði á kvikmynd þá væri ég spenntur fyrir því eignast það.

Engin ummæli: