Bara svo það komi skýrt fram á þessari síðu:
Æfingin í Risanum í dag, sunnudaginn 29. apríl, fellur niður vegna mótsins sem var í gær.
Æfingin á þriðjudaginn fellur niður, en þá er 1. maí.
sunnudagur, apríl 29, 2007
föstudagur, apríl 27, 2007
Fífumótið - skipulag
Eins og mig grunaði að yrði þá endaði ég uppi með 31.000 kr en bara 24 skráningarblöð svo ég er búinn að þurfa eltast við nöfn þeirra sem ætla á mótið en gleymdu/týndu skráningarblaðinu. Þetta er svo sem ekkert stórmál, ég er bara seinna í því að gefa út liðin og hvenær hver á að mæta. Það er ekki of seint ennþá að senda strákinn á mótið, í raun þyrftum við á 2-3 í viðbót að halda.
Mikilvægir punktar:
SÆNSKA DEILDIN - A RIÐILL
SÆNSKA DEILDIN - B RIÐILL
DANSKA DEILDIN
ÍSLENSKA DEILDIN
Mikilvægir punktar:
- Ég get því miður ekki verið allt mótið. Ég er sjálfur að fara að keppa í undanúrslitum Deildabikarkeppninnar. Emil aðstoðarþjálfari verður á staðnum allan tímann og síðan er ég fullviss um það að foreldrar sem skipaðir verða liðstjórar hjá hverju og einu liði munu hjálpa mér í því að láta þetta ganga upp :)
- Liðin spila á mjög mismunandi tímum og þess vegna hef ég ákveðið núna að reyna, foreldrum vonandi til aukinnar hamingju, að boða strákana þegar þeir eiga að keppa. Þá sleppið þið við að hanga á staðnum en á móti þá verður ekki þessi þétta hópstemning sem skapaðist í Reykjaneshöllinni.
- Reynið að vera mætt ekki mikið seinna en 30 mín fyrir fyrsta leik hjá stráknum til að vera búinn að finna hópinn, fá búning, vita á hvað velli á að spila og svo framvegis.
- Ég er að taka smá áhættu með því að senda 5 lið til keppni. Ég er kominn með 35 stráka skráða sem þýðir að það er enginn varamaður! Ég er að vonast til að einhverjir 2-3 í viðbót detti inn núna í dag en annars leysum við hugsanleg vandræði með því að láta einhverja spila í marki með einu liði og út með öðru.
- Æfingin í Risanum á morgun, sunnudag, fellur niður því mér finnst það ekki hægt að kroppa í báða helgardagana hjá fjölskyldum. Æfingin á þriðjudaginn fellur líka niður - það er 1. maí . Næsta æfing er því næsta föstudag kl. 17.
Símon Freyr |
Jóhannes |
Hilmir Dan |
Sindri Snær |
Magnús Karl |
Elís Þór Dansson |
Ísak Jóns |
Tími | Völlur | Heimalið | Útilið | Úrslit |
kl.13,42 | Völlur 1 | Haukar | Blikar | : |
kl.14,18 | Völlur 3 | Haukar | Hk | : |
kl.14,54 | Völlur 3 | Reynir/Víðir | Haukar | : |
kl.15,18 | Úrslitaleikur um sæti – spyrja mótstjóra á hvaða velli |
SÆNSKA DEILDIN - A RIÐILL
Aron Freyr |
Hilmar Þór Ársælsson |
Ólafur Atli |
Sigurjón Unnar |
Hilmar Hennings |
Magnús Stefánsson |
Tími | Völlur | Heimalið | Útilið | Úrslit |
kl.13,42 | Völlur 1 | Haukar | Blikar | : |
kl.14,18 | Völlur 3 | Haukar | Hk | : |
kl.14,54 | Völlur 3 | Reynir/Víðir | Haukar | : |
kl.15,30 | Úrslitaleikur um sæti – spyrja mótstjóra á hvaða velli |
SÆNSKA DEILDIN - B RIÐILL
Haraldur Steinar |
Mikael Alf |
Óliver Andri |
Kristján Kári |
Egill Steinar |
Benedikt Elvar |
Jóhann |
Tími | Völlur | Heimalið | Útilið | Úrslit |
kl.13,42 | Völlur 2 | Haukar 2 | BB | : |
kl.14,18 | Völlur 4 | Haukar 2 | Kr | : |
kl.14,54 | Völlur 4 | Breiðablik | Haukar 2 | : |
kl.16,06 | Úrslitaleikur um sæti – spyrja mótstjóra á hvaða velli |
DANSKA DEILDIN
Aron Atli |
Marteinn Víðir |
Þórir Jóhann |
Þórður Alex |
Daníel Freyr |
Þórður Örn |
Óskar Aron |
Tími | Völlur | Heimalið | Útilið | Úrslit |
kl.16,30 | Völlur 1 | Haukar | Reynir/Víðir | : |
kl.16,54 | Völlur 3 | Haukar | Blikar | : |
kl.17,18 | Völlur 3 | Kr | Haukar | : |
kl.17,42 | Úrslitaleikur um sæti – spyrja mótstjóra á hvaða velli |
ÍSLENSKA DEILDIN
Arnór Ingvarsson |
Karl Viðar |
Andri Scheving |
Hilmar Hafsteinn |
Bjartur Snær |
Orri Freyr |
Ólafur Örn |
Tími | Völlur | Heimalið | Útilið | Úrslit |
kl.16,42 | Völlur 4 | Valur | Haukar | : |
kl.17,06 | Völlur 2 | Blikar | Haukar | : |
kl.17,30 | Völlur 4 | Haukar | Hk | : |
kl.18,18 | Úrslitaleikur um sæti – spyrja mótstjóra á hvaða velli |
- Mig vantar ennþá staðfestingar frá: Berg, Natan Snæ, Kacper, Janus, Anton Daða, Ragnar Inga, Kristófer, Óskari Aroni, Jóhanni og Magnúsi Stefáns. Þið foreldrar/forráðamenn þeirra, vinsamlegast hafið strax samband við mig í 695 5415 og ég segi ykkur í hvaða liði þeir eiga að vera. Einnig ef einhver af þessum strákum ætlar ekki að taka þátt - hafið samt endilega samband við mig og látið mig vita af því.
laugardagur, apríl 21, 2007
Forfallaþjálfari á sunnudaginn
Árni Hilmarsson, þjálfari 3.flokks karla, mun ásamt Emil aðstoðarþjálfara sjá um æfinguna sunnudaginn 22. apríl þar sem ég verð með 5.flokk kvenna í leik í Faxaflóamótinu á sama tíma.
föstudagur, apríl 20, 2007
Kynning á Íþróttaskóla Hauka
Fimmtudaginn 26. apríl verður haldin kynning á Íþróttaskóla Hauka sem verður starfræktur í fyrsta skipti núna í sumar. Skólinn er samstarfsverkefni boltadeildanna innan félagsins og verður í boði fyrir krakka frá 5-12 ára aldurs.
Það eru allir velkomnir til að koma og kynna sér þessa spennandi nýjung hjá félaginu. Kynningin fer fram á 2.hæðinni í Íþróttamiðstöðinni á Ásvöllum og hefst kl. 20:00.
Það er rétt að taka það fram að ég, Kristján Ómar, er titlaður skólastjóri þessa skóla og mun leggja mikla áherslu á það að sem flestir strákar úr flokknum nýti sér þetta frábæra tilboð fyrir krakka á þessum aldri.
Það eru allir velkomnir til að koma og kynna sér þessa spennandi nýjung hjá félaginu. Kynningin fer fram á 2.hæðinni í Íþróttamiðstöðinni á Ásvöllum og hefst kl. 20:00.
Það er rétt að taka það fram að ég, Kristján Ómar, er titlaður skólastjóri þessa skóla og mun leggja mikla áherslu á það að sem flestir strákar úr flokknum nýti sér þetta frábæra tilboð fyrir krakka á þessum aldri.
Mót - Mót !!
Þá er komið að móti númer tvö hjá okkur. Vinamót KS Verktaka og Breiðabliks laugardaginn 28. apríl 2007. Til að fara með á mótið þarf að skila inn skráningablaði sem dreift verður á næstu æfingum. Þátttökugjaldið er 1000 krónur og á að skilast með skráningablaðinu í allra síðasta lagi á föstudagsæfingunni 27. apríl.
Á mótinu verður leikið á 4 völlum samtímis. Leiktími 1 x 10 mín. Mótið hefst kl. 13:00 og lýkur um kl. 17:00. Þátttökuverðlaun fyrir alla keppendur og bikar fyrir sigurlið. Pizzuveisla og safi fyrir alla í mótslok Ég er búinn að tilkynna 5 lið til keppni sem þýðir að lágmark 35 strákar þurfa að koma með. Ég vonast því eftir góðum viðbrögðum og að flestir skili skráningablöðunum sem fyrst.
Það er mæting í Fífunni (yfirbyggða knattspyrnuhúsið) í Kópavogi kl. 12:30 þennan dag.
Á mótinu verður leikið á 4 völlum samtímis. Leiktími 1 x 10 mín. Mótið hefst kl. 13:00 og lýkur um kl. 17:00. Þátttökuverðlaun fyrir alla keppendur og bikar fyrir sigurlið. Pizzuveisla og safi fyrir alla í mótslok Ég er búinn að tilkynna 5 lið til keppni sem þýðir að lágmark 35 strákar þurfa að koma með. Ég vonast því eftir góðum viðbrögðum og að flestir skili skráningablöðunum sem fyrst.
Það er mæting í Fífunni (yfirbyggða knattspyrnuhúsið) í Kópavogi kl. 12:30 þennan dag.
.............................................
Að lokum grunnupplýsingar um mótin sem farið verður á í sumar:
- Skagamótið á Akranesi helgina 22.-24. júní. (ath. föstudagur meðtalinn)
- Króksmótið á Sauðárkróki helgina 11.-12. ágúst
- Að auki verður Faxaflóamótið haldið á Ásvöllum laugardaginn 26. maí.
miðvikudagur, apríl 18, 2007
Gríðarlegur áhugi hjá 7.flokki karla
Í gær mættu 38 strákar á æfingu! Þrátt fyrir það vantaði 6 stráka sem hafa verið að mæta vel og 1-2 sem dúkka upp öðru hverju. Sem sagt, æfingasóknin er almennt mjög góð og áhuginn hjá strákunum til fyrirmyndar.
Af þessum hópi eru 36 búnir að ganga frá æfingagjöldunum. Ég hvet þá sem ekki hafa greitt til að gera það hið fyrsta. Ef þið hafið einhverra hluta vegna ekki fengið greiðsluseðil í hendurnar þá megið þið endilega hafa samband við mig (sjá gsm og @ hér til hliðar).
Aðeins þeir sem hafa gengið frá æfingagjöldunum eru gjaldgengir á mótin í sumar!
Af þessum hópi eru 36 búnir að ganga frá æfingagjöldunum. Ég hvet þá sem ekki hafa greitt til að gera það hið fyrsta. Ef þið hafið einhverra hluta vegna ekki fengið greiðsluseðil í hendurnar þá megið þið endilega hafa samband við mig (sjá gsm og @ hér til hliðar).
Aðeins þeir sem hafa gengið frá æfingagjöldunum eru gjaldgengir á mótin í sumar!
þriðjudagur, apríl 17, 2007
Æfingafatnaðurinn
TILKYNNING FRÁ FORELDRASTJÓRNINNI:
Vörur frá Fjölsport
Fyrir þá sem pöntuðu Hummel vörur frá Fjölsport, þá búast við þeim að vörur frá Fjölsport komi um næstu mánaðarmót.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)