laugardagur, maí 12, 2007

Fjáröflun fyrir Skagamótið

Hér er önnur tilkynning frá foreldrastjórninni sem er að vel virk og að gera mjög góða hluti. Ég vona að fólk verði fúst til að taka þátt í þessari fjáröflun sem tengist Faxaflóamótinu sem við munum halda 19. maí. Fjáröflunin myndi einnig búa til flotta umgjörð í kringum mótið hjá okkur og gera það skemmtilegra fyrir alla.

.............................

Foreldraráð hefur ákveðið að vera með sjoppu á Faxaflóamótinu sem fer fram næsta laugardag (19.maí), í fjáröflunarskyni fyrir Skagamótið. Mótið verður haldið á Ásvöllum milli kl. 10:00 og 12:00. Það er von okkar að sem flestir foreldrar sjái sér fært að hjálpa til. Ef margir hjálpa til er þetta lítil vinna fyrir hvern og einn.

Við ætlum að selja eftirfarandi:
· Grillaðar samlokur með skinku og osti
· Heimatilbúið "bakkelsi"
· Súkkulaði t.d. prins polo, kit kat.
· Kaffi
· Svala

Ef einhverjir foreldrar hafa aðstöðu til að útvega eitthvað af eftirfarandi á heildsöluverði eða geta fengið frítt þá væri það vel þegið. Endilega látið vita tímalega ef þið getið útvegað eitthvað af þessu. Brauð, skinku, ost, kaffi, frauðbolla fyrir kaffið, einhverja gerð af súkkulaði og svala. Æskilegt er að flestir foreldrar komi með eitthvað heimatilbúið "bakkelsi" s.s. muffins, kleinur, pönnukökur, skúffukökur, pitzusnúða eða eitthvað þess háttar. Gott væri að þeir sem geta bakað láti okkur vita.
Svo þurfum við líka einhverja foreldra til að vinna í sjoppunni. Við höfðum hugsað okkur að hver og einn þyrfti samt ekki að vera lengur en 30 mínútur. Þeir sem hafa aðstöðu til að vinna í sjoppunni endilega láta vita fyrir föstudaginn 18.maí.

Upplýsingar um hverjir geti bakað og hverjir geti verið í sjoppunni skulu berast til Jennýar eða Helgu Jenný S: 845-4239 e-mail:
jknutsdottir@actavis.is
Helga S: 849-9918 e-mail:
helgahuld27@hotmail.com

Kveðja
Foreldraráð

Engin ummæli: