fimmtudagur, janúar 29, 2009

Engin æfing á sunnudag og fleira.

Á sunnudag 1.feb verður engin æfing hjá strákunum og falla allar aðrar æfingar í húsinu einnig niður. Næsta æfing verður miðvikudaginn 4.feb kl 17:00 á gervigrasinu.

Sunnudaginn þar á eftir eða 8.febrúar verða æfingar á sunnudögum kl 11:00 í íþróttahúsinu við Strandgötu og helst sá tími fram á vor. Eftir æfinguna í strandgötu 8.febrúar verður stuttur fundur fyrir ykkur foreldra og mun ég afhenda ykkur iðkenda og foreldrabækling 7.fl karla. Mikilvægt er að a.m.k eitt foreldri hjá hverjum dreng láti sjá sig eftir æfinguna. Fundurinn er alls ekki langur.

þriðjudagur, janúar 27, 2009

Æfing

Í DAG ( miðvikudag ) er æfing á gervigrasinu kl 17:00. Ég bið ykkur endilega að klæða strákanna vel. Tvöfaldir sokkar og góðir hanskar eru oft nauðsynlegir þar sem þeim verður oft fyrst kalt á þeim stöðum.


Þess má einnig geta að það er fyrirhuguð sundferð eftir sunnudagsæfingu hjá strákunum 8.febrúar en strákarnir fá miða um það á næstu æfingum.

Einnig á dagskrá í febrúar er æfingaleikur sem verður auglýstur síðar.

fimmtudagur, janúar 22, 2009

Æfing kl 09:00 á sunnudag

Á sunnudaginn ( 25.jan ) er æfingin hjá strákunum kl 09:00 inni í stóra húsinu á Ásvöllum.

þriðjudagur, janúar 20, 2009

Æfing

Í dag ( miðvikudag ) er æfing hjá strákunum kl 17:00 á gervigrasinu. Muna að við hittumst inni í litla vallarhúsinu rétt fyrir æfingu.

laugardagur, janúar 17, 2009

Sunnudagur

Á morgunn ( sunnudag) er inniæfing á Ásvöllum kl 09:30. Ég ( Árni ) verð ekki á æfingunni vegna þess að ég er að fara með 3.flokk( sem ég þjálfa líka) á mót í Keflavík. Helgi aðstoðarmaður og annar þjálfari Hauka verða með æfinguna.

Áfram Haukar

mánudagur, janúar 12, 2009

Æfing

Jæja nú er að fara að reima á sig takkaskóna því að æfingar eru að byrja aftur. Fyrsta æfing eftir frí er á miðvikudag ( 14.jan ) kl 17:00 á gervigrasinu