fimmtudagur, apríl 29, 2010

Æfing á laugardag kl 11:00 en Risinn er búinn.

Æfingin á laugardag er kl 11:00 -12:00. Æfingin byrjar fyrr vegna KSÍ leikja á vellinum. Allir yngri flokkar Hauka eru búnir í Risanum og þar er 7.fl karla innifalinn ( það verður engin æfing á sunnudag).. Æfingar fram að skólalokum koma inná síðuna um helgina.

Sjáumst kl 11:00 á laugardag.

föstudagur, apríl 23, 2010

Æfingar um helgina

Á morgunn( laugardag) er æfing hjá strákunum kl 11:30 á Ásvöllum og á sunnudag kl 10:00 í RISANUM.

Kv þjálfarar

miðvikudagur, apríl 21, 2010

ÍR mótið á morgunn

Á morgunn ( fimmtudag) er ÍR mótið og er það haldið á ÍR gervigrasinu neðst í Breiðholtinu.

Eldra árið ( 2.bekkur) á að mæta kl 08:40 Stundvíslega í ÍR heimilið.

Yngra árið(1.bekkur og leikskóli) á að mæta Stundvíslega kl 10:20 í ÍR heimilið.

Strákunum verður skipt í lið á staðnum og fá keppnistreyjur líka. Munið að klæða strákanna eftir veðri.

Það kostar 1000 kr á hvern strák og er grillveisla ínnifalin í lokin og verðlaunapeningur.


Þeir sem eiga eftir að skrá sinn dreng verða að gera það í dag á póstfangið hilmar@raggoz.com.


Svo fá strákarnir einnig miða í dag eftir æfinguna sem hefst kl 16:30.

kv Þjálfarar

þriðjudagur, apríl 20, 2010

ÍR mótið á fimmtudag og æfing á morgunn

Á fimmtudaginn 22.apríl( sumardagurinn fyrsti) förum við á mót hjá ÍR. Spilað verður frá 09:00 til 13:00. Hópnum verður skipt upp í tvo hópa þar sem annar hópurinn spilar kl 09:00 - 10:45 og seinni hópurinn frá 11:00 - 12:45.

Þeir sem eiga enn eftir að skrá sig verða að gera það á póstfangið hilmar@raggoz.com og segja nafn drengs og fæðingarár.

Hóparnir og nákvæmar mætingar koma inná bloggið á morgunn( miðvikudag) og fá strákarnir miða með sér á æfingunni á morgunn sem er kl 16:30 á Ásvöllum.

Við viljum byðja foreldra að fylgjast með bloggsíðunni á morgunn.

Sjáumst svo á æfingunni á morgunn.

mánudagur, apríl 19, 2010

Afhending búninga

Í dag, mánudag, milli kl. 18:00 og 21:00 á Ásvöllum ætlum við að afhenda fótboltabúninga, heilgalla, peysur og vindjakka. Körfuboltabúningarnir verða líklega afhentir á þriðjudaginn (nánar um það síðar).

Fyrirkomulagið mun verða þannig að þið komið og náið í það sem þið pöntuðuð, þið skoðið búninginn og ákveðið hvort þið viljið setja nafn viðkomandi á hann eða ekki. Nafnið kostar 600 krónur.

Síðan skráið þið á þar til gert blað hvaða númer á að fara á búninginn og nafn (val hvers og eins) - munið að gera það mjög skilmerkilega – setjið í pokann með búningnum og við söfnum búningunum saman og förum aftur með í Margt smátt sem klárar merkingarnar. Búningarnir verður síðan afhentir á föstudaginn með fullri merkingu.
Ástæðan fyrir þessu fyrirkomulagi er að Margt smátt ræður ekki við að fá til sín 600 foreldra með einn búning hver sem allir koma á sitthvorum tímanum.

Kæru foreldrar og börn, takk fyrir þolinmæðina og áfram Haukar.

föstudagur, apríl 16, 2010

Æfing kl 10:30 á morgunn laugardag

Á morgunn , laugardag, er æfingin hjá strákunum kl 10:30 til 11:30. Hún er semsagt klukkutíma fyrr en venjulega . Svo er æfing kl 10:00 í Risanum á sunnudag eins og venjulega.

föstudagur, apríl 09, 2010

Vormót ÍR og æfingar um helgina

Á sumardaginn fyrsta eða þann 22.apríl förum við á Vormót ÍR á gervigrasinu í neðra Breiðholti. Við stefnum á að vera með 5 lið.

Þeir sem ætla taka þátt í mótinu eru vinsamlegast beðnir um að skrá sinn dreng með því að senda tölvupóst á Hilmar þjálfara : hilmar@raggoz.com. Gott er að klára að skrá strákana sem fyrst svo hægt sé að skipta hópnum í lið tímalega.


Núna um helgina eru æfingar hjá strákunum kl 11:30 á laugardag á Ásvöllum og kl 10:00 í Risanum á sunnudag.

þriðjudagur, apríl 06, 2010

Æfingar hefjast aftur

Í DAG ,miðvikudag, hefjast æfingar aftur eftir páskafrí og er æfingin kl 16:30 á gervigrasinu.

Sumardaginn fyrsta förum við á vormót ÍR og er stefnan að vera með 5 lið. Nánari upplýsingar síðar.

kv Þjálfarar


P.S Við minnum foreldra að skrá sinn strák á Skagamótið í sumar með því að greiða staðfestingargjaldið. Upllýsingar um það eru hér í færslunni fyrir neðan.