miðvikudagur, apríl 27, 2011

Nóg um að vera á næstunni

Sælir foreldrar

Þrjú atiðið sem við þjálfararnir vildum koma á framfæri.

1. Mótið núna um helgina, allar upplýsingar um það eru á bloggsíðunni auk þess sem við sendum mail á alla þá sem eru á póstlistanum hjá okkur. Viljum við benda þeim foreldrum sem eiga eftir að skrá strákinn sinn á að gera það sem fyrst með því að senda mail á hilmar@raggoz.com

Á það mót er mæting fyrir alla klukkan 11.45 laugardaginn 30.apríl í Safamýrina (Framsvæðið). Þar verður strákunum svo skipt í lið.

2. Faxaflóamótið verður annarsvegar haldið 8.mai á Ásvöllum milli klukkan 11:00 og 12.30.(4 lið) og hinsvegar 14.mai á Seltjarnarnesi (2 lið) frá klukkan 09.00-10.30. Það kemur ekki í ljós fyrr en rétt fyrir fyrri dagsetninguna hvaða strákar spila á hvaða tíma. Viljum við biðja ykkur um að skrá strákinn ykkar á Faxaflóamótið með því að senda mail sem fyrst á hilmar@raggoz.com Ath. Ekkert þátttökugjald er á mótin hér að ofan.

3. Núna er Risinn dottinn út og færast sunnudagsæfingarnar því yfir á Ásvelli og halda sama tíma þ.e. frá 12.00-13.00. Reyndar er frí næsta sunnudag þar sem við erum að fara á mót á laugardeginum og einnig er 1.mai.

P.s. Fljótlega munum við boða til foreldrafundar þar sem við munum kynna það sem verður gert í sumar auk þess sem farið verður yfir Akranesmótið.

fimmtudagur, apríl 14, 2011

Páskafrí og mót

Sælir foreldrar

Seinasta æfingin fyrir páska verður næstkomandi sunnudag 17.apríl. Fyrsta æfing eftir páska verður svo á Ásvöllum miðvikudaginn 27. apríl. Eftir páska verður nóg um að vera hjá strákunum. Laugardaginn 30.arpíl erum við að fara á mót sem Framarar buðu okkur að taka þátt í. Mótið er haldið á Framvellinum í Reykjavík og reikna má með að mótið standi yfir frá ca. kl: 12.00-16.00. Enginn þátttökukostnaður er á þessu móti. Við stefnum á að mæta með 6 lið til leiks og vil ég biðja ykkur um að skrá strákinn ykkar með því að senda mér nafn viðkomandi og hvort hann sé á eldra eða yngra ári á póstfangið hilmar@raggoz.com

Svo spila strákarnir á Faxaflóamótinu í byrjun mai en frekari upplýsingar um það mót verða veittar þegar nær dregur.

Þið foreldrar sem eruð ekki nú þegar komnir á póstlistann hjá okkur megið endilega taka það fram um leið og þið skráið strákinn ykkar á mótið og við bætum ykkur inn á listann.

Kveðja þjálfarar

miðvikudagur, apríl 06, 2011

Afmælisdagur Hauka 12.apríl

Afmælisdagur Hauka 12. Apríl – Haukadagur fyrir alla fjölskylduna

Þriðjudaginn 12. apríl fagnar knattspyrnufélagið Haukar 80 ára afmæli.

Dagskrá verður á Ásvöllum þann dag fyrir alla fjölskylduna frá klukkan 17.00 – 22.00

Kl: 17.00 – 19.00

Barnaskemmtun - Haukafjör

Barnaskemmtun fyrir aldurshópinn 12 ára og yngri þar sem þjálfarar úr öllum deildum kenna öll trikkin – atriði úr Fúsa froskagleypir –Kiddi Óli úr Sönglist – Freyr töframaður- Dans frá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar – blöðrur - kaka - fjör

Kl: 19.30 – 22.00

Afmæliskaffi og heiðursviðurkenningar

Veittar verða viðurkenningar fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. Ungt Haukafólk spilar á hljóðfæri og dansarar frá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar sýna dans. Afmæliskaka og kaffi fyrir allt Haukafólk

Kl: 20.00 – 22.00

Unglingaball í Veislusalnum Ásvöllum

Nú er komið að afmælisfjöri fyrir 7.-10. bekk

DJ: Bóbó og Elín Lovísa og Kristmundur úr söngkeppni framhaldsskólanna 2010 skemmta.

Maður er manns gaman – mætum öll og fögnum 80 ára afmæli félagsins okkar

föstudagur, apríl 01, 2011

Engin æfing sunnudaginn 3.apríl

Sælir foreldrar

Þar sem strákarnir eru að fara í Vogana á morgun laugardag þá verður engin æfing inni í Risa á sunnudaginn.
Næsta æfing hjá þeim verður næstkomandi miðvikudag 6.apríl klukkan 17.30 á gervigrasinu.

kveðja
Þjálfarar