miðvikudagur, október 12, 2011

Næstu æfingar

Sælir foreldarar

Við þjálfararnir höfum við að fá nokkrar fyrirspurnir í dag hvort það verði æfing vegna veðurs. Ef veðrið verður eins klukkan 16.30 (eftir klukkutíma) og það hefur verið í allan dag uppi á Ásvöllum þá verður ekki hægt að hafa fótboltaæfingu hjá strákunum. En við þjálfararnir mætum á svæðið og tökum á móti þeim strákum sem mæta. Við reynum að finna eitthvað laust pláss inni í stóra húsi og gerum eitthvað sniðugt á æfingatímanum. Við viljum sýst af öllu fella niður æfingu.

Næstkomandi sunnudag ætla strákar frá Álftanesi að mæta og spila æfingaleik við strákana okkur í Risanum á okkur æfingatíma 12.00-13.00. Ég ætla því að biðja ykkur að mæta tímanlega með strákana á æfingu þann daginn svo við getum byrjað að spila um leið og tíminn okkar hefst. Spilað verður á tveim völlum á öðrum helmingi hússins og við verðum svo með æfingu á hinum helmingnum. Allir spila eitthvað og svo verður bara venjuleg æfing inn á milli. Strákarnir fá vesti til að spila í og þurfa því ekki endilega að mæta í búning.

kveðja
þjálfarar

Engin ummæli: