Þriðja færslan í dag, endilega lesa þær allar....
Sælir foreldrar.
Foreldraráð 7. flokks hefur ákveðið að standa fyrir fjáröflun fyrir Norðurálsmótið sem við erum að fara á 15 – 17. næsta mánaðar.
Vaxandi vilji hefur verið fyrir því að fara í fjáröflun fyrir mótið og ákváðum við því að bjóða uppá hana þó að seint sé.
Nokkur umræða hefur verið um málið í Facebook hóp flokksins sem við minnum aftur á hér.
Eftirtaldar vörur eru í boði:
Lakkrís (blandaður 400 gr.) Verð : 1000 (ágóði barns: 500 kr.)
Humar 1,5 kg. Verð : 5000 (ágóði barns: 1500 kr.)
WC pappír (Katrin Care 64 rúllur) Verð : 4000 (ágóði barns: 1150 kr.)
WC pappír (Katrin Care – De luxe), 42 rúllur) Verð : 5500 (ágóði barns: 1350 kr.)
Eldhúsrúllur (28 rúllur) Verð : 4000 (ágóði barns: 1350 kr.)
Pokapakki Verð : 2900 (ágóði barns: 1050 kr.)
Inniheldur: 1 rúlla nestispokar stórir ( 50stk ), 1 rúlla heimilispokar stórir ( 30stk ),
1 rúlla ruslapokar gráir með haldi ( 25stk ), 1 rúlla svartir ruslapokar ( 25stk )
Hreinsipakki Verð : 4000 (ágóði barns: 1100 kr.)
Inniheldur: Alhreinsir 750ml, WC hreinsir 1ltr, Uppþvottalögur 1ltr, Glerhreinsir 1ltr.
Þvottaefni 4kg Verð : 3500 (ágóði barns: 1500 kr.)
Hamborgarar 115gr 10stk Verð : 2100 (ágóði barns: 500 kr.)
Sænskar Hakkbollur 1kg Verð : 1800 (ágóði barns: 500 kr.)
Pantanir þurfa að berast fyrir 16. maí þar skal telja fram hvaða vörur, magn, nafn barns og kennitala. Pantanir skulu sendar á magnus@securitas.is
Til nánari útskýringar þá virkar þetta í raun þannig að þið greiðið fyrir vöruna að fullu þ.e. það verð sem getið er um hér að ofan en það er einnig útsöluverðið hjá ykkur. Það sem að við greiðum fyrir vörurnar er verðið mínus ágóði barns. Ágóðan leggjum við svo beint inn á reikning viðkomandi barns. Þið seljið svo vörurnar aftur fyrir kostnaði. Greiða þarf fyrir vöruna í seinasta lagi við afhendingu sem verður í anddyri Ásvalla miðvikudaginn 23. maí á milli kl. 17.30 – 19.00.
Þeir sem vilja greiða með heimabanka geta lagt beint inn á reikning en númerið fáið þið sent til baka í tölvupósti þegar þið pantið.
(þeir sem greiða inn á reikninginn þurfa að koma með kvittun og sýna við afhendingu)
ATH: Engar undantekningar eru gerðar varðandi afhendingu ef ekki er staðfesting á greiðslu. (þetta er regla sem Haukar hafa sett vegna atvika sem hafa komið upp við fjáraflanir)
|
Þau börn/foreldrar sem ætla að taka þátt í þessari (og öðrum) fjáröflunum verða að fara í Landsbankann í Hafnarfirði og stofna svokallaðan SPORT reikning á kennitölu barnsins.
Þeir verða svo að senda tölvupóst á magnus@securitas.is með upplýsingum um númer reikningsins og kennitölu barnsins.
Þessi reikningur mun svo fylgja barninu upp alla flokkanna og þar verður ágóði fjáröflunarinnar lagður inn. Flestir drengir á eldra ári eiga reikning í bankanum sem við munum nota áfram en þeir sem eru nýlega byrjaðir að æfa og hafa ekki farið í gegnum þetta ferli áður þurfa að fara í bankann og stofna reikning eins og allir foreldrar drengja á yngra ári.
Ef eitthvað er óljóst hafið þá endilega samband við:
Magnús 8962547
Elís 6961438
Bestu kveðjur,
Foreldrastjórn 7.flokks
Engin ummæli:
Skrifa ummæli