miðvikudagur, maí 23, 2012

Vinamót hjá Breiðablik sunnudaginn 3.júní

Sælir foreldrar

Blikar voru að bjóða okkur á vinamót hjá þeim sunnudaginn 3.júní. Mótið er haldið á gervigrasi við Kórinn í Kópavogi og stendur yfir frá klukkan 09.00-13.30. Við sendum fimm lið á mótið og hvert lið klárar sína 5 leiki á ca. einum og hálfum klukkutíma. Það kostar ekkert að taka þátt í mótinu og það verða seldar samlokur, svalar og bakkelsi í sjoppu á staðnum.
Við ætlum að biðja ykkur um að skrá strákinn ykkar á mótið með því að senda sem fyrst póst á hilmar@raggoz.com með nafni ykkar stráks.
Við komum svo til með að setja liðin og hvenær hver strákur á að mæta inn á bloggsíðu flokksins seinnipartinn í næstu viku. Auk þess sendum við það á póstlistann.

Ef einhver vill láta bæta sér við á póstlista flokksins þá má sá hinn sami taka það fram um leið og hann skráir sinn strák á mótið.

kveðja
þjálfarar

Engin ummæli: