mánudagur, maí 07, 2012

Myndir, Norðurálsmót og peysur


Sælir foreldrar

Takk fyrir samveruna um helgina, vonandi að allir hafi skemmt sér vel.

Hér er linkur á myndasíðu af mótinu ef þið hafið áhuga á því: http://www.flickr.com/photos/kfc-fotbolti/sets/

Nú fer að styttast í Norðurálsmótið sem haldið verður dagana 15.-17.júní

Ef einhverjir foreldrar eiga ennþá eftir að skrá strákinn sinn á mótið þá fer hver að verða seinustur að gera það.

Skráið með því að senda póst á hilmar@raggoz.com og greiða 2.000kr skráningargjald. Leggja inn á reikning 0544-26-060812 kt. 160186-3569 (gott væri ef þið gætuð sent kvittun á hilmar@raggoz.com)

Varðandi peysurnar fyrir Norðurálsmótið:

Á miðvikudaginn og fimmtudaginn 9. og 10. maí. frá kl: 17-18 mun vera hægt að panta slíkar peysur fyrir strákana ykkar.
Ég verð í kaffihorninu í Haukahúsinu með nokkrar peysur sem strákarnir geti mátað hvaða stærð þeim vantar. Peysurnar eru rauðar merktar með Haukamerkinu og svo nafn strákanna á erminni. Þær kosta 3.500 kr. stykkið með merkingu. Það þarf að borga með peningum á staðnum.

kveðja
þjálfarar

Engin ummæli: