Sælir foreldrar
1) Samkvæmt nýjustu upplýsingum sem komu inn á heimasíðu Norðurálsmótsins þann 31.maí eða síðastliðinn fimmtudag þá þarf hvert lið að vera búið að greiða þátttökugjald í seinasta næstkomandi þriðjudag 5.júní. Sé gjaldið ekki greitt fyrir þann tíma fer það lið á biðlista og öðrum liðum boðið að taka pláss þeirra á mótinu.
http://kfia.is/norduralsmot/frettir/2078/default.aspx
Undir þessari slóð hér að ofan er að finna allar helstu upplýsingar er varða mótið og hvet ég ykkur öllu til þess að renna yfir þær.
Gjaldið fyrir mótið er:
- 2.000 kr skráningargjaldi sem lang flestir ef ekki allir eru búnir að greiða.
- 11.000 kr þátttökugjald (sama gjald og í fyrra)
- 1.000 kr sem foreldrastjórnin ákvað að rukka aukalega sem fer í að kaupa mat/nesti eða eitthvað þessháttar.
Þetta gjald skal greiða inn á mig (Magnús (magnus@securitas.is) (pabba Sölva)).
- þegar greitt er fyrir hvern strák er mikilvægt að það komi fram fyrir hvern er verið að greiða - nafn stráksins og muna að senda kvittun í tölvupósti.
- reikningsnúmer og kennitala eru: 0140-26 - 010261. Kt. 2105754139
2) Foreldrar þeirra stráka sem fara á Norðurálsmótið verða boðaðir á fund í næstu viku, mjög líklega fimmtudaginn 7.júní klukkan 20.00 þar sem farið verður yfir allt það sem tengist mótinu. MJÖG mikilvægt er að allir mæti á fundinn, þ.e. í það minnsta einn forráðamaður frá hverjum strák.
Staðfesting á tíma fundarins verður sendur í pósti og settur á bloggsíðu auk þess sem strákarnir fá miða um hann á æfingu á þriðjudag og miðvikudag.
3) Sumaræfingatíminn hjá strákunum byrjar núna strax eftir helgi mánudaginn 4.júní Æfingarnar í sumar verða mán-,þrið-,mið- og fimmtudaga frá klukkan 16.15-17.15.
Nú þurfum við að hafa snarar hendur og greiða mótsgjaldið í kvöld eða í síðasta lagi á morgun svo að við getum gengið frá greiðslu fyrir liðinn annað kvöld.
Kv. Foreldrastjórn
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli