þriðjudagur, júlí 17, 2012

Frí frá æfingum og næsta mót


Sælir foreldrar
Eins og talað var um á foreldrafundinum í vor þá verður frí frá æfingum hjá strákunum frá og með næstkomandi mánudegi 23.júlí og fram yfir verslunarmannahelgi. Fyrsti æfing eftir frí verður þriðjudaginn 7. ágúst. Þetta er frí sem KSÍ hefur verið með undanfarin ár frá 4.flokki og niður úr.
Næsta mót hjá strákunum er Arionbanka mótið sem haldið er í Víkinni (Fossvoginum) 18. eða 19. ágúst.
Við viljum biðja ykkur að skrá strákinn ykkar sem fyrst með því að senda póst á hilmar@raggoz.com . Nánari upplýsingar um mótið koma um leið og þær berast okkur þjálfurunum. 

þriðjudagur, júlí 10, 2012

Íbúagátt


Kæru foreldrar
Búið er að opna fyrir skráningar niðurgreiðslna fyrir sumarönn. Endilega farið á http://www.hafnarfjordur.is/minar-sidur/ og gangið frá skráningu. Lokað verður fyrir skráningar á miðnætti 15. júlí.
Einnig langar mig að gleðja ykkur með því að niðurgreiðslurnar fyrir vorönn eru komnar til okkar og er ég að vinna í að endurgreiða ykkur. Greiðslan verður komin inn á reikninginn ykkar í þessari viku. Þetta mun verða gert þannig að greiðslur ganga upp í vanskil en þeir sem eru í skilum fá greiðsluna beint inn á reikninginn sinn.

Lesið einnig póstinn hér að neðan.


kveðja
þjálfarar

Pylsupartý - boðsbréf


Pylsupartý - boðsbréf



Ágætu foreldrar, forráðamenn og iðkendur.

Næstkomandi fimmtudag 12. júli gefst 7. flokks strákum kostur á að leiða leikmenn meistaraflokks karla inn á völlinn í upphafi leiks gegn Víkingi R..  Þeir sem það vilja eiga að mæta í keppnisbúningunum.

Fyrir leikinn ætlum við að koma öll saman ásamt 6. flokki karla, foreldrum, iðkendum og systkinum og skella upp pylsupartý í veislusal Hauka kl. 18:30.  Ólafur Jó mætir á svæðið og ræðir um leikinn um kl. 19.30.

Að loknu pylsupartý verður öllum boðið á leik Hauka og Víkings R. sem hefst kl. 20.00. Öllum hópnum er boðið í VIP kaffi hjá Haukum í horni í hálfleik í veislusalnum og eftir leik þar sem maður leiksins verður heiðraður.  Boðsbréfið gildir einnig sem aðgangur í VIP kaffið.  Ef einhverjir hafa áhuga á að gerast Haukar í horni sem er styrktarklúbbur boltadeilda félagsins eru upplýsingar um klúbbinn ásamt umsóknarblöðum á staðnum.

Við vonumst til að sjá ykkur öll, systkyni, afar og ömmur eru sérstaklega boðin velkomin. Með þessu viðburði viljum við styrkja starfið á milli flokka og auka samveru okkar Haukamanna á Ásvöllum.

Foreldrastjórn 6 og 7. flokks.
Áfram Haukar




Gildir sem boðsmiði á leik Hauka og Víkings R. 12. júlí nk.
(Vinsamlegast hafið bréfið með ykkur J)