þriðjudagur, júlí 17, 2012

Frí frá æfingum og næsta mót


Sælir foreldrar
Eins og talað var um á foreldrafundinum í vor þá verður frí frá æfingum hjá strákunum frá og með næstkomandi mánudegi 23.júlí og fram yfir verslunarmannahelgi. Fyrsti æfing eftir frí verður þriðjudaginn 7. ágúst. Þetta er frí sem KSÍ hefur verið með undanfarin ár frá 4.flokki og niður úr.
Næsta mót hjá strákunum er Arionbanka mótið sem haldið er í Víkinni (Fossvoginum) 18. eða 19. ágúst.
Við viljum biðja ykkur að skrá strákinn ykkar sem fyrst með því að senda póst á hilmar@raggoz.com . Nánari upplýsingar um mótið koma um leið og þær berast okkur þjálfurunum. 

Engin ummæli: