Pylsupartý - boðsbréf
Ágætu foreldrar, forráðamenn og iðkendur.
Næstkomandi fimmtudag 12. júli gefst 7. flokks strákum kostur á að leiða
leikmenn meistaraflokks karla inn á völlinn í upphafi leiks gegn Víkingi R.. Þeir sem það vilja eiga að mæta í keppnisbúningunum.
Fyrir leikinn ætlum við að koma öll saman ásamt 6. flokki
karla, foreldrum, iðkendum og systkinum og skella
upp pylsupartý í veislusal Hauka kl. 18:30.
Ólafur Jó mætir á svæðið og ræðir um leikinn um kl. 19.30.
Að loknu pylsupartý verður öllum boðið á leik Hauka og Víkings R. sem hefst
kl. 20.00. Öllum hópnum er boðið í VIP kaffi hjá Haukum í horni í hálfleik í
veislusalnum og eftir leik þar sem maður leiksins verður heiðraður. Boðsbréfið gildir einnig sem aðgangur í VIP kaffið. Ef einhverjir hafa áhuga á að gerast Haukar í
horni sem er styrktarklúbbur boltadeilda félagsins eru upplýsingar um klúbbinn
ásamt umsóknarblöðum á staðnum.
Við vonumst til að sjá ykkur öll, systkyni, afar og ömmur eru sérstaklega
boðin velkomin. Með þessu viðburði viljum við styrkja starfið á milli flokka og
auka samveru okkar Haukamanna á Ásvöllum.
Foreldrastjórn 6 og 7. flokks.
Áfram Haukar
Gildir sem boðsmiði á leik Hauka og Víkings R. 12. júlí nk.
(Vinsamlegast hafið bréfið með ykkur J)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli