föstudagur, febrúar 27, 2009

Frí á sunnudag

Á sunnudag verður frí á æfingu hjá strákunum vegna vatrarfría í skólunum. Margir eru úr bænum um helgina og verður gefið frí til að komast til móts við fólk.

Næst æfing er á miðvikudag kl 17:00

þriðjudagur, febrúar 24, 2009

Æfing á morgunn, Öskudag.

Á morgunn ( miðvikudag ) er Öskudagur og ætlum við samt að vera með æfingu. Æfingin hefst kl 17:00 eins og venjulega. Endilega látið vita ef það verða forföll.

Það eru einhverjir foreldrar sem eiga eftir að senda mér netfangið sitt og þeir sem eiga það eftir eða telja sig eiga það eftir eru hvattir til að gera það sem fyrst. Það er þægilegt fyrir bæði ykkur og okkur þjálfara.Netfangið mitt er ( arnihh@gmail.com)


Svo fer að líða að æfingaleik við Grindavík á þeirra heimavelli og verðið þið látin vita með fyrirvara hvenær sá leikur verður.

fimmtudagur, febrúar 19, 2009

Æfingin á sunnudag

Á sunnudaginn ( 23.feb ) verður æfingin kl 10:30 í íþróttahúsinu á Ásvöllum. Strandgata er upptekin vegna körfuboltamóts og vorum við heppnir að fá þennan tíma á Ásvöllum og við nýtum okkur hann að sjálfsögðu.

Sjáumst á sunnudag kl 10:30 á Ásvöllum.

mánudagur, febrúar 16, 2009

Æfing

Næsta æfing hjá strákunum er kl 17:00 á miðvikudag ( 18.feb ).


Ég setti skemmtilegann link undir " áhugaverðir tenglar ", hér hægra meginn niðri á síðunni, sem heitir" 6 ára strákur með fótbolta " og er sniðugt fyrir ykkur að horfa á þetta með strákunum og sjá hversu góðir þeir geta orðið ef þeir æfa sig mikið.

laugardagur, febrúar 14, 2009

Æfing í Strandgötu

Á morgunn ( sunnudag ) er æfing hjá strákunum kl 11:00 í Strandgötu.

Strákarnir geta haldið áfram að vinna sér inn Haukamerki fyrir að halda á lofti.

kv Þjálfarar

mánudagur, febrúar 09, 2009

Síðasta æfing

Gamann var að sjá svona marga foreldra á sunnudaginn þegar strákarnir æfðu í fyrsta skipti í Strandgötunni. Mættir voru 26 strákar og er það strax mikil aukning frá fyrri innanhúsæfingum og vona ég að þetta haldi svona áfram.

Næsta æfing er kl 17:00 á miðvikudag á gervigrasinu. Allir að mæta

kv Þjálfarar

föstudagur, febrúar 06, 2009

Æfing á sunnudag

Ég minni enn og aftur á æfinguna á sunnudag ( 8.feb ) í Strandgötu kl 11:00 og svo verður stuttur foreldrafundur strax eftir æfingu eða kl 12:00.

Það er mikilvægt að eitt foreldri hjá hverjum dreng láti sjá sig.

Sjáumst kl 11:00 á sunnudag í Strandgötu.

þriðjudagur, febrúar 03, 2009

Sunnudagurinn

Sælir foreldrar Árni þjálfari strákana hér. Ég minni ykkur á stuttann fund eftir æfinguna hjá strákunum í strandgötu á sunnudaginn ( 8.feb). Fundurinn hefst kl 12:00 strax eftir æfinguna ( ÆFINGIN HEFST KL 11:00 ). Það er mikilvægt að a.m.k. annað foreldri mæti. FUNDURINN VERÐUR EKKI LENGI.

KV Árni


Svo er að sjálfsögðu æfing kl 17:00 á morgunn ( miðvikudag ) á gervigrasinu.