fimmtudagur, apríl 30, 2009

Nýir sumaræfingatímar

Sæl öllsömul Árni þjálfari hér. Núna í Maí og fram að skólalokum verða æfingar á mánudögum kl 17:00-18:00 á GRASINU, þriðjudögum kl 16:00-17:00 á GRASINU og fimmtudögum kl 17:00- 18:00 á GRASINU.

Þessir æfingatímar hafa það í för með sér að inniæfingar hætta strax og er næsta fótboltaæfing á mánudag 4.maí kl 17:00 á grasinu. Svo þegar skóla lýkur þá verða æfingar á sömu dögum en kl 11:00 - 12:00.

Kv Árni

ATH Sunnudagsæfingar eru hættar

miðvikudagur, apríl 29, 2009

Æfing og fleira

Æfingin í dag ( miðvikudag ) hefst kl 17:30 og munu strákarnir fá miða með sér heim með æfingatímum í Maí til skólaloka. Ásamt miða heim mun ég senda tölvupóst til foreldra svo að allt sé á hreinu.

Gaman hefur svo verið að sjá fjölgunina í flokknum í vetur. Þegar við byrjuðum í haust voru um 14-18 strákar að mæta en nuna eru tæplega 40 að mæta og er það frábært. Hrós til strákanna og foreldra.

kv Þjálfarar

föstudagur, apríl 24, 2009

Sunnudagur

Æfingin á sunnudag 26.apríl verður þannig að yngra árið og leikskóli mæta 10:30 -11:15 og eldra ár ( 2.bekkur) byrjar kl 11:15 -12:00. Við höfum aðeins rýmri tíma í Strandgötunni á sunnudag og skiptum þessu svona á sunnudag.

kv Þjálfarar.

sunnudagur, apríl 19, 2009

Næsta verkefni

Sæl öllsömul Árni þjálfari strákanna hér, ég vona að þeir hafi skemmt sér vel í Grindavík.

Næst á dagskrá er Vormót á ÍR - vellinum fimmtudaginn 23. apríl, sem er sumardagurinn fyrsti.Völlurinn er við hliðina á Sambíónum Álfabakka neðst í Breiðholtinu. 1000 kr gjald er fyrir hvern strák og greiðist það við komu.


Hópar 1 og 2 : Burkni,Bjarki,Tryggvi Elías,Friðleifur,Aðalgeir,Kristófer Örn,Tryggvi Ólafs, Enok, Jón Karl, Helgi Svanberg, Guðlaugur Ísak, Arnar Bjarni, Kristófer Bjarmi, Patrik, Binni, Steinn Kári og Lárus.


Hópar 3 og 4: Máni,Jakob,Elvar Árni,Kristófer Jóns,Óttar,Ísak Helgi,Sindri Örn, Jóhann Valur, Anton,Hallur Húni,Oliver,Óliver Líndal,Dagur,Logi,Gabríel Árni,Elvar Aron,Pálmi, Hinrik,Arnór Pétur, Gunnar Már, Carlos og Matthías.


Hópar 1 og 2 eiga að mæta stundvíslega kl 08:30 á ÍR-völlinn á fimmtudagsmorgunn ( 23.apríl)

Hópar 3 og 4 eiga að mæta stundvíslega kl 10:00 á ÍR -völlinn á fimmtudagsmorgunn( 23.apríl )


Strákarnir fá keppnistreyjur á staðnum.


Ef það er einhver sem ég er að gleyma þá er bara að hafa samband og einnig ef það eru einhverja spurningar. Svo er æfing á miðvikudag kl 17:30

kv Þjálfarar.

miðvikudagur, apríl 15, 2009

Æfing kl 17:30

Ég minni á að æfingin í dag er kl 17:30 á Ásvöllum og verður þessi tími alveg fram að skólalokum.

miðvikudagur, apríl 08, 2009

Páskafrí og skráning í leik

Nú er komið páskafrí hjá strákunum og næsta æfing er miðvikudaginn 15.apríl kl 17:30 á gervigrasinu.

Sunnudaginn 19.apríl spilum við gegn Grindavík í Grindavík og hefjast leikirnir kl 13:00 og enda kl 14:30. Ég vil byðja ykkur um að skrá strákinn strax ef hann ætlar að spila með því að senda mér póst á arnihh@gmail.com

þriðjudagur, apríl 07, 2009

Foreldrafundur í kvöld

Ég minni á foreldrafundinn í kvöld ( þriðjudag 5.apríl )kl 20:00 á efri hæðinni á Ásvöllum.

föstudagur, apríl 03, 2009

Æfing og fleira

Það er æfing hjá strákunum á sunnudag 5.apríl kl 11:00 í Strandgötu. Veitt verða smá verðlaun fyrir þá sem mættu á allar æfingar í Mars og svo mun þetta halda áfram í apríl.

Það er leikur hjá strákunum 19.apríl í Grindavík og strákarnir fá miða með sér heim á sunnudag. Einnig verður sagt betur frá leiknum á Foreldrafundinum á þriðjudag.

kv Þjálfarar

miðvikudagur, apríl 01, 2009

Æfing og fleira

Æfing í dag miðvikudag kl 17.oo á gervigrasinu. FORELDRAFUNDURINN verður á næsta þriðjudag 7.apríl kl 20:00 á efri hæðinni á Ásvöllum. Eins og áður sagði er MJÖG MKILVÆGT að allavega eitt foreldri mæti á fundinn. Farið verður yfir dagskrána hjá strákunum í vor og sumar og æfingatímana í sumar

Vonast til að sjá sem flesta.

kv Þjálfarar