miðvikudagur, júlí 20, 2011

Það sem er framundan

Sælir foreldrar

Það eru 3 atriði sem við þjálfararnir vildum koma áleiðis til ykkar.

Fimmtudaginn 28.júlí er seinasta æfing fyrir verslunarmannahelgina. Þá ætlum við að biðja ykkur foreldarana að mæta með strákunum en hugmyndin er að skipta strákunum upp í lið og láta þá spila. Svo ætlum við að tala við Daða Lárusson markmann meistaraflokks og biðja hann um að standa í markinu og leyfa strákunum að taka víti á hann. Svo í lokin verður leikur á milli strákanna og foreldra þeirra. Í lokin ætlum við svo að grilla pylsur. Reikna má með að þetta taki allt saman ca. 2 klukkustundir frá klukkan 16.00-18.00.

Við höfum ákveðið að gefa strákunum frí fyrstu vikuna eftir verslunarmannahelgina. Næsta æfing eftir hana verður því ekki fyrr en mánudaginn 8.ágúst.

Næsta mót hjá strákunum og jafnframt það seinasta þetta sumarið er Arion-banka mótið sem haldið verður í Fossvogi af Víkingum laugardaginn 13.ágúst. Þátttökugjald er 2000kr. og innifalið í því eru 4 leikir á lið (12mín hver leikur), flottur Disney glaðningur, verðlaunapeningur og hamborgaraveisla frá Grillhúsinu. Mótið tekur ca. 3 klst fyrir hver lið, leikir, verðlaunaafhending og grillveisla. Ekki er ennþá komin nákvæm tímasetning hvenær hvert lið spilar sína leiki. Við ætlum að biðja ykkur um að skrá ykkar strák með því að senda mail á hilmar@raggoz.com

fimmtudagur, júlí 14, 2011

Ábending til foreldra

Draumaliðið framleiðir fótboltamyndir af leikmönnum Pepsi-deilda kvenna og karla. Vegna mikilla eftirspurnar frá foreldrum fótboltabarna höfum við í sumar tekið upp á því að mynda flest þau börn sem taka þátt í mótum sumarsins og sett inn á heimasíðu Draumaliðsins, www.draumalidid.is . Á heimasíðunni geta börnin útbúið sína eigin mynd með stjörnum, stuðlum, merki síns félags og sínu eigin nafni. http://draumalidid.is/adidas-myndin/ .

Lið frá ykkar félagi hafa keppt á einhverju af þeim mótum sem nú þegar hafa verið mynduð og væri gaman ef þið gætuð vakið athygli foreldra og barna á myndunum með því að áframsenda póstinn til þeirra sem halda utan um bloggsíður yngri flokkana og séð hvort þeir vilji ekki setja inn bloggfærslu með ábendingu á heimasíðu Draumaliðsins.

Með fyrirfram þökk fyrir hönd Draumaliðsins

þriðjudagur, júlí 12, 2011

Íbúagáttin

Sælir foreldrar

Nú eru aðeins þrír dagar eftir af opnun íbúagáttarinnar, síðasti opnunardagur er 15. júlí.

Mjög mikilvægt er að þið farið inn á gáttina og merkið við niðurgreiðslu til Hauka.

Allir sem eru í knattspyrnu á aldrinum 6-16 ára þurfa að gera þetta til að forðast greiðsluseðil einnig þeir sem hafa verið og eru á sumaræfingum í hinum greinunum.

Eigið góðan dag.

miðvikudagur, júlí 06, 2011

Íbúagáttin

Kæru foreldrar/forráðamenn

Nú er komið að skráningu í íbúagátt Hafnarfjarðarbæjar, https://ibuagatt.hafnarfjordur.is/oneportal/login.aspx.
Þeir sem þurfa að skrá eru þeir sem eiga börn í knattspyrnu og á sumaræfingum í handbolta og körfubolta.

Íbúagáttin opnar 1. júlí og verður opin til 15. júlí.

Þessi skráning/upphæð kemur beint til Hauka þar sem þið hafið ekki verið rukkuð um þessa upphæð af Haukum.

Ef ekki er skráð innan þessa tímabils verður sendur út greiðsluseðill með samsvarandi upphæð á þá forráðamenn sem ekki skrá.

Eigið góðan dag.