fimmtudagur, október 27, 2011

Breytingar

Ég fékk símtal seint í gærkvöldi frá þjálfara Breiðbliks. Hann sagði að það hefði komið einhver misskilningur upp og hann hefði boðað of mörg lið til sín næstkomandi mánudag. Hann bauð okkur að koma viku seinna þ.e. mánudaginn 7.nóvember. Það verður s.s. ekki leikur hjá strákunum mánudaginn 31.október heldur verður hann mánudaginn 7.nóvember.
Sömu tímasetningar haldast: Yngra ár mætir 16.00 og eldra árið mætir 16.45.


kveðja
þjálfarar

þriðjudagur, október 25, 2011

Mánudagurinn 31.okt

Sælir foreldrar

Á mánudaginn næstkomandi 31.október ætlum við að spila nokkra æfingaleiki við Breiðablik og Álftanes í Fífunni í Kópavogi.
Yngra árið á að mæta klukkan 16.00 og spila frá 16.15-17.00
Eldra árið á að mæta klukkan 16.45 og spila frá 17.00-18.00
Spilað verður í 5 manna liðum og skiptum við strákunum í lið á staðnum. Mikilvægt er því að strákarnir mæti á réttum tíma.
Við ætlum að biðja ykkur um að skrá strákinn ykkur með því að senda mail á hilmar@raggoz.com svo við þjálfararnir sjáum ca. hversu mörgum við eigum von á.

kveðja
þjálfarar

föstudagur, október 14, 2011

Kæru forráðamenn

Á morgun laugardag lokar íbúagáttin á miðnætti.
Einnig vil ég minna þá á sem ekki hafa greitt æfingagjöldin að ganga frá því sem fyrst.
Ef ekki er búið að ganga frá greiðslu þá getum við ekki endurgreitt úr íbúagáttinni.
Ef ykkur vantar aðstoð við að ganga frá gjaldinu þá endilega hafið samband á gudbjorg@haukar.is eða í síma 525-8702.

miðvikudagur, október 12, 2011

Næstu æfingar

Sælir foreldarar

Við þjálfararnir höfum við að fá nokkrar fyrirspurnir í dag hvort það verði æfing vegna veðurs. Ef veðrið verður eins klukkan 16.30 (eftir klukkutíma) og það hefur verið í allan dag uppi á Ásvöllum þá verður ekki hægt að hafa fótboltaæfingu hjá strákunum. En við þjálfararnir mætum á svæðið og tökum á móti þeim strákum sem mæta. Við reynum að finna eitthvað laust pláss inni í stóra húsi og gerum eitthvað sniðugt á æfingatímanum. Við viljum sýst af öllu fella niður æfingu.

Næstkomandi sunnudag ætla strákar frá Álftanesi að mæta og spila æfingaleik við strákana okkur í Risanum á okkur æfingatíma 12.00-13.00. Ég ætla því að biðja ykkur að mæta tímanlega með strákana á æfingu þann daginn svo við getum byrjað að spila um leið og tíminn okkar hefst. Spilað verður á tveim völlum á öðrum helmingi hússins og við verðum svo með æfingu á hinum helmingnum. Allir spila eitthvað og svo verður bara venjuleg æfing inn á milli. Strákarnir fá vesti til að spila í og þurfa því ekki endilega að mæta í búning.

kveðja
þjálfarar