miðvikudagur, mars 28, 2012

Súpufundur KSÍ - Fæðingardagsáhrif

Næsti súpufundur KSÍ verður haldinn föstudaginn 30. mars. Að þessu sinni mun Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fræðslustjóri KSÍ, fjalla um fæðingardagsáhrif í knattspyrnu. Þetta málefni hefur verið töluvert í umræðunni að undanförnu og meðal annars var Sigurður Ragnar í viðtali á Bylgjunni nýverið vegna þessa. Viðtalið má nálgast hér: http://vefutvarp.visir.is/upptokur?itemid=10282

Líkt og áður hefur verið á þessum fundum verður fyrirkomulagið 30-40 mínútna fyrirlestur og svör við spurningum. Jafnframt mun KSÍ bjóða gestum upp á súpu og brauð á þessum fyrirlestri og því upplagt að skella sér í heimsókn til KSÍ, hlýða á áhugavert erindi og fá sér hádegismat í leiðinni.

Þessi áttundi fræðslufundur verður haldinn föstudaginn 30. mars klukkan 12:15 á 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ við Laugardalsvöll.

Aðgangur er ókeypis og opinn öllum áhugasömum en þó þarf að skrá sig með því að senda tölvupóst á dagur@ksi.is og taka fram nafn, kennitölu og netfang.

Haukar vilja hvetja þá sem geta að mæta á þennan fund enda mjög áhugaverður fundur.

föstudagur, mars 23, 2012

Ýmsar upplýsingar

Sælir foreldrar

Ég vil byrja á því að þakka þeim sem mættu á foreldrafundinn fyrir að hafa mætt.
Ég var búinn að lofa þeim sem mættu ekki að skrifa niður nokkra punkta um það helsta sem fram fór á fundinum.

* Norðurálsmótið:
Nú þegar hafa 28 strákar skráð sig á Norðurálsmótið og af þeim hafa 27 borgað skráningargjaldið 2.000kr.
Ég er búinn að skrá fjögur lið til leiks og höfum við nú þegar fengið staðfestingu á að þessi fjögur lið fá að taka þátt í mótinu.
Ef það eru einhverjir sem eiga ennþá eftir að skrá strákinn sinn og greiða skráningargjaldið þá endilega drífa í því. Leggja inn á reikning 0544-26-060812 kt. 160186-3569 (gott væri ef þið gætuð sent kvittun á hilmar@raggoz.com)
Við stefnum ennþá á að fara með fimm lið á mótið og það er ennþá möguleiki að bæta við liði eins og staðan er í dag en maður veit aldrei hvenær það fyllist í mótið.

* Stofnun bankareiknings: Það þarf að stofa aðalreikning í Landsbankanum fyrir yngra árið, samskonar reikning og stofnaður var fyrir eldra árið í fyrra og Þórir heldur utan um. Síðan stofna allir foreldrar strákanna á yngra ári einkareikning fyrir sinn strák sem tengist þessum reikning og hægt er að notast við varðandi fjáraflanir. Þeir strákar á eldra ári sem ekki hafa stofnað einkareikning geta væntanlega tengst þeim reikning sem Þórir heldur utan um.

* Varðandi fjáröflun fyrir mótið þá voru misjafnar undirtektir með þátttöku í henni. En fyrir þá sem gætu hugsað sér að taka þátt í henni þá var Björn Bergmann bjorn@servida.is (faðir Viktors Breka) tilbúinn til að hjálpa til með það. Hann er starfsmaður hjá Servida, en Haukar hafa verið að nýta sér þjónustu þeirra varðandi fjáraflanir. Hægt er að sjá hér hvað er í boði http://haukar.is/images/stories/pdf/servida-sept-2011.pdf
Þá var Hanna Björg hannahafthors@simnet.is (móðir Freys Elí) tilbúin að miðla af sinni reynslu varðandi hvernig sé best að halda utan um hlutina. Hún á einnig strák í 4.flokki og hefur verið í foreldrastjórn í nokkur ár.
Hér vantar einhvern til að halda utan um þetta.

* Varðandi peysur á strákana, mér heyrðist allir vera sammála um að halda þeim peysum sem keyptar voru í fyrra fyrir Norðurálsmótið. Þá geta þeir sem eiga peysur nú þegar notað þær og þeir sem eiga ekki peysur keypt sér samskonar peysur. Gott væri að fá einhver til þess að taka þá hlutverk á sig.

* Næstu mót hjá strákunum
- Hraðmót ÍR fimmtudaginn 19.apríl (sumardagurinn fyrsti)
- KFC mót Víkinga 5. eða 6. maí
- Norðurálsmótið 15.-17. júní
- Arion bankamót Víkings 11. eða 12. ágúst.

* Svo vantar foreldra frá yngra árinu í foreldrastjórn, í henni eru nú þegar þrír feður stráka á eldra ári:
Þórir Steinþórsson - thorirst@nobex.is faðir Þráins Leó
Elís Þór Rafnsson - elis@orkuhusid.is faðir Andra Fannars
Magnús Reyr Agnarsson - magnus@securitas.is faðir Sölva Reys

miðvikudagur, mars 21, 2012

Facebook síða 7.flokks

Mjög sniðugt fyrir þá foreldra sem eru með facebook:

http://www.facebook.com/groups/164380533629921/

Ég reyni svo að setja saman einhverja punkta í vikunni frá foreldrafundinum fyrir þá foreldra sem ekki komust á fundinn á mánudaginn

kveðja
þjálfarar

fimmtudagur, mars 15, 2012

Páskabingó

Páskabingó Hauka verður haldið sunnudaginn 18. mars nk. kl. 14:00 í Samkomusalnum Ásvöllum.
Að venju eru glæsilegir vinningar og má þar helst nefna 50 þúsund króna úttekt í Bónus og páskaegg frá Góu í hinum ýmsu stærðum og gerðum.
Spjaldið kostar 500 kr. en fjögur spjöld kosta 1500 kr.
Boðið verður upp á kaffi og djús. Þá verða á boðstólnum veitingar með kaffinu á vægu verði, kökur og ýmislegt fleira góðgæti.
Tilvalin fjlskylduskemmtun fyrir allt Haukafólk! Fjölmennum á Ásvelli og eigum góða stund saman.

miðvikudagur, mars 14, 2012

Foreldrafundur og skráningargjald

Kæru foreldrar

Mánudaginn 19.mars kl:20.00 verður haldinn foreldrafundur á Ásvöllum.

Aðal umræðuefnið verður Norðurálsmótið sem farið verður á dagana 15.-17.júní. Farið verður yfir hvernig mótið gengur fyrir sig og rætt verður um fjáraflanir fyrir mótið. Einnig förum við yfir hin mótin sem við erum nú þegar búnir að skrá strákana á, æfingatíma sumarsins o.fl.

Mjög mikilvægt er að allavega einn forráðamaður mæti fyrir hvern strák.

Einnig ætlum við að biðja ykkur að hafa hraðar hendur með að skrá strákinn ykkar á Norðurálsmótið svo að við þjálfararnir getum greitt skráningargjaldið fyrir liðin. Þau lið sem fyrst eru í að borga skráningargjald fyrir liðin fá þátttökurétt í mótinu. Þið sendið póst á hilmar@raggoz.com með nafni stráksins og greiðið 2.000kr skráningargjald inn á reikning 0544-26-060812 kt. 160186-3569 (gott væri ef þið gætuð sent kvittun á hilmar@raggoz.com)

Allar frekari upplýsingar er að finna inni á bloggsíðu flokksins http://7flokkur.blogspot.com/

fimmtudagur, mars 01, 2012

Staðfestingargjald fyrir Norðurálsmótið í sumar

Sælir foreldrar
Við þjálfararnir erum búnir að skrá strákana í Norðurálsmótið sem er þriggja daga mót sem haldið er á Akranesi dagana 15.-17.júní.
Þátttökugjald hvers keppanda á Norðurálsmótinu er kr. 11.000(sama og í fyrra) Ofan á það bætist svo skráningargjald sem er 14.000kr á hvert lið (ekki félag) sem gerir u.þ.b. 2000 kr á strák. Þannig í heildina er þátttökugjaldið ca. 13.000 kr á strák.
Innifalið í þátttökugjaldi: Gisting í skólastofu í tvær nætur, kvöldverður föstudag, morgun,- hádegis, - og kvöldverður á laugardag, morgunverður og grillveisla á sunnudag, kvöldskemmtun og viðurkenningar.
Við ætlum að biðja ykkur um að skrá strákinn ykkar í mótið með því að senda póst á hilmar@raggoz.com og um leið greiða 2.000kr í staðfestingargjald.
Gjaldið greiðist inn á reikning 0544-26-060812 kt. 160186-3569. Muna að taka fram í skýringu nafn stráksins sem verið er að greiða fyrir. Til öryggis væri svo gott að senda kvittun á hilmar@raggoz.com
Mikilvægt er að skrá strákinn og borga staðfestnigargjaldið sem fyrst þar sem það þarf að leggja út fyrir skráningargjaldinu (14.000 á lið) sem fyrst svo að við fáum alveg örugglega að vera með í mótinu.
Við þjálfararnir ætlum svo að halda foreldrafund í þessum mánuði þar sem umræðuefnið verður meðal annars þetta mót auk annarra móta sem farið verður á í sumar.

bestu kveðjur
Hilmar og Simmi