föstudagur, mars 26, 2010

Staðfestingargjald á Skagamótið

Hér fyrir neðan koma reiknisnúmer og kennitölur sem foreldrar þurfa að greiða staðfestingargjaldið á Skagamótið inná. Við hvetjum til þess að foreldrar geri þetta sem allra fyrst svo hægt sé að greiða staðfestingargjaldið . Gjaldið er 1500kr og þarf nafn drengs að koma fram við greiðslu.

Eldra ár ( 2.bekkur): 0140-26-029078 og kt: 310775-5929 Haukar 2002

Yngra ár( 1.bekkur) og leikskóli: 0140-26-29077 og kt: 290773-4829 Haukar 2003


Svo er komið páskafrí og er næsta æfing hjá strákunum miðvikudaginn 7.apríl.

Endilega hvetja strákana til að vera duglega að æfa sig sjálfir í fríinu.

kv Þjálfarar og foreldraráð

miðvikudagur, mars 24, 2010

Foreldrafundur og æfing

Við minnum á foreldrafundinn í kvöld, miðvikudag, kl 19:00 á efri hæðinni á Ásvöllum.

Það er að sjálfsögðu æfing hjá strákunum í dag kl 16:30.

sunnudagur, mars 21, 2010

Fjör í Fífunni í dag

Það voru um 40 strákar í heildina sem spiluðu á vinamóti Breiðabliks um helgina og fengu allir að spila þó nokkuð marga leiki. Vel gekk hjá strákunum og fínar framfarir frá síðasta móti. Fjöldamörg mörk voru skoruð og gaman að sjá hvernig strákarnir eru sniðugir að fagna þeim. Mestu máli skiptir þó að allir skemmti sér og nái framförum með boltann því að ef menn eru flinkir með boltann verða þeir alltaf góðir fótboltamenn og þá er um að gera að halda áfram að æfa sig aukalega utan æfinga.

Næsta æfing er á miðvikudag kl 16:30 og svo seinna sama kvöld er foreldrafundur um Skagamótið kl 19:00 á efri hæðinn á Ásvöllum. Þá er mikilvægt að ALLIR foreldrar láti sjá eða a.m.k einn frá hverjum dreng

kv Þjálfarar

föstudagur, mars 19, 2010

Mótið á sunnudag

Á sunnudaginn er mæting hjá yngra árinu ( 1.bekkur eða leikskóli) kl 10:30 í Fífuna í Kópavogi.

Eldra árið(2.bekkur) mætir kl 12:00 í Fífuna.

Strákunum er skipt í lið á staðnum og þeir fá búninga líka.

Sjáumst hress á sunnudaginn í Fífunni.

kv Þjálfarar


Svo minnum við einnig á æfinguna á morgunn(laugardag) kl 11:30 á gervigrasinu.

þriðjudagur, mars 16, 2010

Mótið og Foreldrafundur

Núna í dag ( miðvikudag) fengu strákarnir miða sem innihélt upplýsingar varðandi mótið á sunnudag. Við vonum að þessir miðar hafi skilað sér til ykkar foreldra en ef ekki þá getið þið haft samband við þjálfara ef þið hafið einhverjar spurningar. Við minnum ykkur enn og aftur að skrá ykkar strák á mótið á póstfangið: hilmar@raggoz.com


Svo verður foreldrafundur um Akranesmótið haldinn næsta miðvikudag 24.mars á efri hæðinni á Ásvöllum kl 19:00. Við hvetjum alla foreldra til að mæta og fá upplýsingar um mótið sem er það stærsta næsta sumar.

kv Þjálfarar

föstudagur, mars 12, 2010

Laugardagsæfing fellur niður.

Á morgunn ( laugardag) fellur æfingin niður hjá strákunum vegna leikja hjá KSÍ í Faxaflóamóti sem eru á sama tíma á vellinum.

Það er hinsvegar æfing í RISANUM á sunnudag kl 10::00 eins og venjulega.

Framvegis eru æfingar á laugardögum en einstaka sinnum geta þær dottið niður ef það eru KSÍ leikir á vellinum á sama tíma. Það er t.a.m laugardagsæfing næstu helgi.

Beðist er afsökunnar ef þetta ruglar helginni fyrir einhverja.


Við minnum foreldra á að skrá strákana ykkar á mótið næsta sunnudag, en upplýsingar eru um það hér í færslunni að neðan.

kv Þjálfarar

fimmtudagur, mars 11, 2010

Mót í Kópavogi

Sunnudaginn 21.mars ætlum við á vinamót hjá Breiðablik.
Leikið verður milli 11 og 14 ( yngra ár byrjar og svo eldra ár). Það verða 5 inná í einu og það kosta ekkert á mótið. Mótið er haldið í FÍFUNNI í Kópavogi sem er yfirbyggt gervigras.

Þeir sem vilja vera með verða að skrá sig á póstfangið hilmar@raggoz.com sem er póstfangið hjá Hilmari þjálfara. Við viljum byðja ykkur að skrá strákinn ykkar sem fyrst svo við getum skipt þeim í lið tímalega.

Nánari upplýsingar koma inná þessa bloggsíðu seinnipartinn í næstu viku.

kv Þjálfarar


Æfingar hjá strákunum eru: laugardagur kl 11:30-12:30 gervigras
Sunnudagur kl 10:00-11:00 RISINN
Miðvikudagur kl 16:30-17:30 gervigras
Fimmtudagar kl 17:00-18:00 inni á Ásvöllum

sunnudagur, mars 07, 2010

Aukasöludagur á Haukafatnaði og æfingatafla

Það verður aukasöludagur fyrir þá sem ekki hafa pantað sér keppnis/æfingafatnað fyrir komandi sumar, á Ásvöllum næsta fimmtudag milli 17:00-20:00. Endilega koma og velja sér fatnað því hann er ódýrari hjá okkur heldur en niðrí búð.

Svo er næsta æfing hjá strákunum á miðvikudag kl 16:30.

Nú hafa einnig bæst við æfingatímar á laugardögum kl 11:30-12:30.

Æfingatímar eru sem hér segir:

Miðvikudagar kl 16:30-17:30 gervigras
Fimmtudagar kl 17:00-18:00 ( fjölgreinaæfing) inní Haukahúsi
Laugardagar kl 11:30-12:30 gervigras
Sunnudagar kl 10:00-11:00 RISINN

föstudagur, mars 05, 2010

Laugardagsæfing

Á morgunn ( laugardag) er stefnt að því að vera með fyrstu laugardagæfinguna fyrir strákana. Það er spáð leiðinlegu veðri en við þjálfararnir munum mæta og meta aðstæður á morgunn.

Æfingin hefst kl 11:30 á gervigrasinu

Við viljum byðja ykkur foreldra að vera vakandi fyrir því EF að æfingin dettur niður.

Sjáumst vonandi í góðu veðri á morgunn.

kv Þjálfarar