sunnudagur, júní 26, 2011

Vöfflukaffi fyrir 7. flokk karla í knattspyrnu.

Vöfflukaffi fyrir 7. flokk karla í knattspyrnu.

Ágætu foreldrar, forráðamenn, afar og ömmur, systkyni og iðkendur.

Það voru hressir fótboltadrengir úr 7.flokki Hauka sem gerðu góða ferð á Norðurálsmótið á Akranesi helgina 17. – 19. júní síðastliðinn. Haukastrákarnir stóðu sig mjög vel bæði innan vallar og utan. Rúsínan í pylsuendanum var svo að tvö Haukalið unnu sínar deildir og hömpuðu bikurum í lok móts.

Það má hins vegar ekki gleyma því að foreldrar og aðstandendur stóðu sig ekki síður vel. Stóðu vel við bakið á sínum mönnum á vellinum auk þess að taka virkan þátt í að aðstoða við undirbúning og skipulag ferðarinnar.

Haukar voru í einu og öllu til fyrirmyndar á mótinu. Knattspyrnudeild Hauka vill þakka ykkur fyrir ykkar framlag við að gera þessa helgi ógleymanlega fyrir alla Haukamenn með því að bjóða ykkur í smá mótttöku fyrir næsta heimaleik Hauka í 1. deild karla í knattspyrnu, við HK sem verður miðvikudaginn 29. júní 2011, kl. 20:00.

Strákunum okkar í 7. flokk gefst kostur á að leiða leikmenn inn á völlinn í upphafi leiks. Þeir sem það vilja eiga að mæta í keppnisbúningunum.

Ykkur er öllum boðið í vöfflukaffi í veislusal Hauka kl. 19:00 næsta miðvikudag 29.júní. Þar verður smá mótttaka þar sem stjórn knattspyrnudeildar vill þakka ykkur öllum fyrir frábæra frammistöðu á Norðurálsmótinu.

Að því loknu verður öllum boðið á leik Hauka og HK, auk þess sem öllum hópnum er boðið í VIP kaffi hjá Haukum í horni í hálfleik og eftir leik. Meðfylgjandi blað gildir sem boðsbréf í VIP kaffið. Ef einhverjir í hópnum hafa síðan áhuga á að gerast Haukar í horni er einfalt að setja nafnið sitt og símanúmer á boðsbréfið og afhenda það stjórnarmönnum.

Við vonumst til að sjá ykkur öll og endilega munið að boðið gildir ekki bara fyrir þá sem komust á mótið heldur alla þá sem æfa með 7. flokki og aðstandendur þeirra. Systkyni, afar og ömmur eru sérstaklega boðin velkomin.

Foreldrastjórn og þjálfarar 7. flokks.

Áfram HaukarJ

sunnudagur, júní 19, 2011

Frí á morgun mánudaginn 20.júní

Sælir foreldrar

Um leið og við þjálfararnir þökkum kærlega fyrir virkilega skemmtilega helgi þá viljum við koma þeim skilaboðum til þeirra sem ekki vita að það er frí hjá strákunum á æfingu á morgun mánudaginn 20.júní.
Einnig viljum við benda ykkur á leikinn sem er annaðkvöld en þá mæta Haukar - Keflavík í 16-liða úrslitum Valitorbikarsins. Leikurinn fer fram á Ásvöllum og hefst klukkan 19.15.

kveðja
þjálfarar

miðvikudagur, júní 15, 2011

Hér koma helstu upplýsingar varðandi Norðurálsmótið

Vil byrja á að auglýsa eftir Liðsstjóra fyrir D-liðið. Það eru komnir liðsstjórar á öll hin liðin.

Það eru 44 strákar skráðir í mótið frá Haukum og verða 6 lið.

Til að sjá um liðið þá verður 1 liðsstjóri á hvert lið, hann fær matararmband eins og strákarnir.

Liðsstjórarnir eru eftirtaldið: A-lið: Jón pabbi Kristófers. B-lið: Ingvar Már pabbi Daníels Ingvars. C-lið: Elís Rafn pabbi Andra Fannars. D-lið: Vantar. E-lið: Pálmar pabbi Eiðs Orra. F-lið: Jónas pabbi Jónasar Bjartmars.

LIÐSSTJÓRAR ÞURFA AÐ MÆTA KL. 10:00 í GRUNDARSKÓLA og hitta Jón (foreldrastjórn) og fá skipulag dagsins og annað sem til fellur.

Liðstjóri sér um að liðið mæti á réttum tíma í leiki, fari í hádegismat, kvöldmat, liðsmyndatöku og sund á réttum tíma.

Aðrir foreldrar í liði síns barns hjálpa liðstjóranum með strákanna yfir daginn. Einhver sér um matarkassa liðsins og einhver fer í sundið.

Þjálfaranir verða 3, Hilmar Trausti, Simmi og Andri Geir (búin að vera að aðstoða á síðustu æfingum)

ATH. Í GISTIAÐSTÖÐUNNI HJÁ HAUKUM MUNU HANGA UPPI UPPLÝSINGAR UM LEIKI, VELLI, SÍMANÚMER og ALLAR AÐRAR UPPLÝSINGAR SEM FORELDRAR ÞURFA. Á FÖSTUDAGSKVÖLDINU KOMA NÝJAR UPPLÝSINGAR ÞAR UM DAGSKRÁ LAUGARDAGSINS.

Dagskrá Föstudags

08:30-10:30 Mæting í GRUNDARSKÓLA (Álma D, 2. hæð, stofa 201 og 202) Koma dótinu sínu fyrir og klæða sig fyrir skrúðgönguna (HAUKAPEYSA)

11:00 Mæting við Bæjarskrifstofur fyrir skrúðgöngu (Haukar safnast saman á einn stað)

11:15-11:45 Skrúðganga leggur af stað frá Bæjarskrifstofum og endar hjá Akraneshöllinni

12:00-12:30 Mótssetning í Akraneshöll

13:00-19:00 Leikir dagsins, sjá leikjaplan á bloggi og einnig hangandi uppi í skólastofu í gistiaðstöðu HAUKA í Grundarskóla.

Matarnefnd: Strákarnir fá morgun-, hádegis- og kvöldmat en fá ávexti, samlokur og drykki yfir daginn hjá okkur, t.d. milli leikja. Hverju liði verður úthlutað matarkassi og poka fyrir föt drengjanna á meðan þeir keppa. Matarstöð verður í skólastofu strákanna. Matarkassar skulu koma í skólann að loknum degi. (Yfir daginn sér einhver foreldri í hverju liði um kassann, (ekki liðstjórinn)

· Gisting í skóla (foreldrar):

Föstudagskvöld: Mamma Baldurs Arnar, Mamma Árna Snæs, Pabbi Úlfars Arnar, Mamma Kristófers Kára, Foreldri Emils Ákasonar, Mollý mamma Eiðs Orra

Laugardagskvöld: Mamma Baldurs Arnar, Mamma Árna Snæs, Pabbi Úlfars Arnar, Pabbi Kristófers Kára, Foreldri Emils Ákasonar, Mollý mamma Eiðs Orra, Foreldri Sigurðar Snæs

Við Haukmenn leggjum allt kapp á …

·      Allir taki saman þátt í dagskrá mótsins, í skrúðgöngu, kvöldskemmtun og
·      verðlaunaafhendingu. Að strákarnir taki allir sem einn þátt í allri dagskrá.
·      Að foreldrar fylgi sínum drengjum eftir í mótinu allan tímann. Margar Haukahendur eiga til að vinna létt verkJ

· Njóta þessarar þriggja daga móts. Við kappkostum að mæta til leiks full af leikgleði, styðjum strákana og hvetjum þá með jákvæðum stuðningi allan tímann.

· Að strákarnir gisti saman í skólanum eins og áður hefur komið fram, nema annað sé ákveðið. Yfir daginn eru foreldrar með í dagskránni, um kvöldið taka þeir við sem gista með hverju liði fyrir sig, u.þ.b. tveir foreldrar á lið.

· Liðsstjórar úr röðum foreldra verða hjá öllum liðum og gæta þess að liðið sé klárt í leik á réttum velli á réttum tíma.

· Ef foreldri tekur strákinn sinn með sér eitthvað á milli leikja er nauðsynlegt að láta liðstjóra vita eða vera í sambandi við hann.

· Dagskár mótsins er hægt að skoða á www.kfia.is/norduralsmot/frettir/ og hvetjum við foreldra til þess að skoða síðuna.

þriðjudagur, júní 14, 2011

Liðaskiptingin fyrir Norðurálsmótið

Sælir foreldrar

Við viljum byrja á því að biðja ykkur að kynna ykkur þær upplýsingar sem er að finna hérna: http://kfia.is/norduralsmot/ Á þessari síðu er hægt að finna allar helstu upplýsingar varðandi mótið.

Hér að neðan erum við þjálfararnir búnir að skipta strákunum í lið. Auk þess settum við inn leikina sem strákarnir spila á föstudeginum en það kemur svo í ljós á föstudagskvöldinu hvaða leiki strákarnir spila á laugardeginum og sunnudeginum. Okkur þjálfurunum vantar svo einn liðsstjóra á hvert lið og ætla ég að biðja ykkur sem bjóðið ykkur fram að senda mail á hilmar@raggoz.com með nafninu ykkar og nafninu á ykkar strák. Ég sendi ykkur svo til baka hvort þið verðið liðsstjórar eða að það sé búið að manna stöðuna fyrir það lið.

Frekari upplýsingar varðandi mætingu og fleira koma svo hérna inn á bloggsíðuna annað kvöld.

A-LIÐ F-Riðill

Matthías Máni

Kristófer Jóns

Andri Freyr

Baldur Örn

Hallur Húni

Anton Karl

Arngrímur Esra

Föstudagur 13:30 6 Haukar – Stjarnan

Föstudagur 14:30 6 Haukar – Keflavík

Föstudagur 15:30 6 Haukar – Grótta

B- lið S-Riðill

Daníel Vignir

Þórarinn Búi

Árni Snær

Breki Már

Björn Matthías

Daníel Ingvar

Guðni Rafn

Föstudagur 13:30 8 Haukar – Sindri

Föstudagur 14:30 8 Haukar – Breiðablik 2

Föstudagur 15:30 8 Haukar – Skallagrímur

C- lið O-Riðill

Þórður Andri

Mikael Andri

Jón Bjarni

Úlfar Örn

Þráinn Leó

Patrik Snæland

Andri Fannar

Föstudagur 16:30 10 Haukar – HK2

Föstudagur 17:30 10 Haukar – Þróttur 1

Föstudagur 18:30 10 Haukar – Breiðablik 2

D-lið O-Riðill

Ágúst Goði

Ásgeir Bragi

Kristófer Kári

Emil Ákason

Þorsteinn Emil

Róbert Bjarni

Bóas

Föstudagur 16:30 13 Haukar – KR

Föstudagur 17:30 12 Fram – Haukar

Föstudagur 18:30 13 FH – Haukar

E-lið F-Riðill

Sigurður Snær

Jón Gunnar

Eiður Orri

Hálfdán Daði

Þór Leví

Lórenz Geir

Tómas Anulis

Sölvi Reyr

Föstudagur 16:30 16 Haukar – ÍBV

Föstudagur 17:30 3 Stjarnan – Haukar

Föstudagur 18:30 16 FH – Haukar

F-lið U-Riðill

Jónas Bjartmar

Stefán Foelsche

Emil Ísak

Arnór Elís

Patrik Leó

Freyr Elí

Gabríel Ingi

Snorri Jón

Föstudagur 13:30 18 Haukar – Breiðablik 4

Föstudagur 14:30 18 Haukar – Fylkir

Föstudagur 15:30 18 Haukar – ÍR

sunnudagur, júní 12, 2011

Frí á morgun annan í hvítasunnu.

Sælir foreldrar

Um leið og ég minni ykkur á að gera upp Norðurálsmótið við hann Jón þá er frí hjá strákunum á æfingu á morgun annan í hvítasunnu.

Reikningur 140-26-29077 kt. 290773-4829 jone@lhg.is

Einnig bendi ég ykkur á að frekar upplýsingar um mótið hafa verið settar inná vef mótsins http://kfia.is/norduralsmot/.
kveðja
Þjálfarar

miðvikudagur, júní 08, 2011

Uppgjör fyrir Norðurálsmótið

Sælir foreldrar

Nú styttist í Norðurálsmótið hjá strákunum okkar og því þarf að greiða mótsgjaldið á næstu dögum. Til að einfalda alla vinnu hjá mér og foreldrastjórninni vinsamlegast greiðið í siðasta lagi á mánudaginn í næstu viku (13.júní). Mótsgjaldið er 16500 kr. Flestir hafa greitt 2500 kr. og þurfa því að greiða 14.000 kr. , aðrir greiða að sjálfsögðu allt gjaldið 16.500 kr.

Þeir sem tóku þátt í fjáröflun í vetur og eru óvissir hvað þeir skulda (sumir skulda ekkert) geta sent mér póst og fengið stöðuna hjá sínu barni.

Þar sem að Þórir (sem er sér um reikning yngra árs) er í staddur Suður Afríku á Ljónaveiðum bið ég ykkur öll að leggja inná reikning eldra árs og senda kvittun á mig.

Reikningur 140-26-29077 kt. 290773-4829 jone@lhg.is

Einnig bendi ég ykkur á að frekar upplýsingar um mótið hafa verið settar inná vef mótsins http://kfia.is/norduralsmot/.

Þegar að Hilmar og Simmi hafa raðað niður liðunum munum við reyna að búa til eitthvert plan fyrir foreldra þannig að sem flestir aðstoði yfir helgina við að láta allt ganga smurt fyrir sig.

Í næstu viku munum við hugsanlega reyna að hóa saman þeim sem verða liðstjórar og fleirum sem vilja aðstoða með hina ýmsu hluti og stilla saman strengina fyrir mótið. (nánar síðar)

Einnig kemur bráðlega listi yfir hvað gott væri fyrir strákanna að taka með sér á mótið.

Kv.

Jón

föstudagur, júní 03, 2011

Tvær vikur í Norðurálsmótið

Sælir foreldrar

Nú eru aðeins tvær vikur í næsta mót sem er Norðurálsmótið. Það er eitthvað misræmi á þeim skráningum sem ég hef fengið til mín og svo þeim sem mátuðu peysur hjá henni Guðrúnu. Ég set listann yfir þá sem hafa verið skráðir hjá mér hér að neðan. Eins og við töluðum um á fundinum þá áttuð þið að senda mér upplýsingar varðandi gististaði drengsins og ykkar svo við gætum áætlað hversu margir strákar gisti í skólanum og hversu margir gista í tjaldi hjá foreldrum eða jafnvel keyra í bæinn. Svo væri gott að vita hvar þið verðið sjálf upp á að taka frá tjaldsvæði fyrir nógu stóran hóp. (Haukasvæðið) Endilega sendiði mér póst og bætið þeim upplýsingum inn sem vantar um ykkur og ykkar strák. Eins ef mig vantar einhverjar skráningar þá endilega látiði mig vita.
hilmar@raggoz.com

Yngra ár:
Jón Gunnar
Þráinn Leó
Eiður Orri
Lórenz Geir
Ágúst Goði
Ásgeir Bragi
Emil Ísak
Sölvi Reyr (sefur ekki í skólanum)
Kristófer Kári (líklega á tjaldsvæðinu)
Tómas Anulis
Daníel Ingvar (sefur í skólanum) Pabbinn til í að taka þátt í foreldrastarfinu.
Emil Ákason (gistir í skóla)
Arnór Elís
Róbert Bjarni
Jónas Bjartmar
Patrik Snæland
Patrik Leó
Freyr Elí
Sigurður Snær

Eldra ár:
Matthías Máni
Daníel Vignir
Þórarinn Búi (gistir í skólanum)
Þórður Andri
Kristófer Jóns
Mikael Andri (veit ekki með gistingu)
Árni Snær
Andri Freyr
Björn Matthías
Jón Bjarni (gistir í skóla og foreldrar í fellihýsi á Haukasvæðinu)
Baldur Örn
Úlfar Örn

kveðja
Þjálfarar