miðvikudagur, mars 28, 2007
Páskafrí
Eins og skólarnir þá taka yngri flokkarnir, nánar tiltekið 5. flokkarnir og yngri, sambærileg frí. Síðasta æfingin verður því á föstudaginn 30. mars og fyrsta æfing eftir páskafrí verður þriðjudaginn 10. apríl. Farið bara varlega í páskaeggin!
föstudagur, mars 23, 2007
Vorhraðmót í Fífunni 28. apríl
Nánar um þetta síðar þegar leikjaplan fyrir mótið er komið.
Tölvupóstsendingar
................................
Þeir foreldrar sem ekki hafa verið að fá tölvupóst frá foreldrafélaginu eru beðnir um að senda tölvupóst á eftirfarandi netfang
lhelgadottir@actavis.com . Þannig er hægt að bæta þeim sem vantar inn á netfangalistann fyrir flokkinn.
................................
Þar sem ég hef einnig stundað það að senda út tölvupósta á alla foreldra þá þarf ég líka að vera með netföngin hjá öllum. Sendið því netfangið ykkar bæði á Lindu í foreldrastjórninni og mig á póstfangið sem er hérna hægra megin í valmyndinni.
Æfingafatnaður Hauka 2007
Tilboð á Hummel vörum fyrir 7. flokk Hauka
Verslunin Fjölsport í Firðinum hefur boðið okkur að versla eftirtaldar hummelvörur á tilboðsverði, eða 6000 kr.:
- Hummel gervigrasbuxur
- Hummel æfingatreyju,
- Hummel sokkar,
Þeir sem vilja nýta sér þetta tilboð geta komið í vallarhúsið við gervigrasið eftir æfingu þriðjudaginn 27 mars kl:17:00. Þar verðum við með sýnishorn í mismunandi stærðum til mátunar.
Einungis verður hægt að máta þennan eina dag.
Pantanir verða teknar niður á staðnum, vonandi verður hægt að afgreiða pantanir fljótlega eftir páska. Þeir sem ekki komast en vilja panta geta komið pöntunum til okkar ekki seinna en á föstudaginn 30.mars.
Frekari upplýsingar veita
Linda lhelgadottir@actavis.com / sími 891-6454
Helga Huld helgahuld27@hotmail.com / sími 849-9918
þriðjudagur, mars 20, 2007
Æfing? JÁ!!
fimmtudagur, mars 15, 2007
Tilkynning
kv. Kristján Ómar
miðvikudagur, mars 07, 2007
Æfingaleikur við FH á laugardaginn
Yngra árið (2000 módelin) mæta kl. 10:00 og spila í klukkutíma.
Eldra árið (1999 módelin) mæta kl. 11:00 og spila líka í klukkutíma.
Það væri best að fá góða mætingu í þessa leiki þar sem 7. flokkur FH telur eina 60 stráka á meðan ég er aðeins hátt í 45 stráka. Ef mætingin verður léleg er hættara við því að leikálagið verði óþægilega mikið á þá sem mæta.
Eins og síðast mun ég sækjast eftir aðstoð áhugasamra foreldra við það að dæma leiki, halda utan um liðin og passa upp á búningana.
ATH!!! Æfingin á sunnudaginn mun falla niður út af þessum leik.
föstudagur, mars 02, 2007
Um pöntunarblaðið
Síðan getið þið alltaf bara fengið svona blað hjá mér á æfingum.
Tilkynning frá foreldrastjórninni

FJÁRÖFLUN – FJÁRÖFLUN
7. FLOKKUR – DRENGIR
Heil og sæl allir J
Það er komið að því!!! Fjáröflun fyrir strákana okkar í 7. flokk er að hefjast.
Nú er um að gera að hvetja þá til þess að selja sem mest, svo að kostnaðurinn fyrir Akranes mótið í júní verði í lágmarki. Þetta er stærsta mót sinnar tegundar hér á landi og gerði mikla lukku hjá strákunum og foreldrum þeirra sem fóru í fyrra. Kostnaður í fyrra var 18 000 kr. á hvern dreng og má búast við svipaðri upphæð núna. Núna í febrúar ætlum við að selja kaffi frá Kaffitár og svo eftir 2-3 mánuði verðum við með aðra fjáröflun.
Hver pakki kostar 1400 kr og inniheldur 1 poka (250 gr) af Kólumbíukaffi og 1 poka (250 gr) af Spákonukaffi. Hægt er að panta bæði baunir eða malað kaffi.
ATH að þegir þið sendið til okkar pantanir að taka fram hversu marga pakka þið viljið af baunum og hversu marga af möluðu kaffi.
Fyrir hvern seldan pakka fær hver drengur um kr. 644. Ath hver og einn drengur er að safna fyrir sig, og ágóði af sölu hvers og eins fer inn á persónulegan reikning viðkomandi í Landsbankanum. Allir nýir meðlimir í flokknum fá stofnaðan Sportreikning.
Kólumbíukaffi: Kaffið hefur sterk sérkenni, góða sýrni og ber ávæning af kryddi og fylling þess er sérstaklega flauelsmjúk og eftirbragðið með karmellu- og hunangskeimi
Spákonukaffi: Tvær tegundir af Mið-Ameríku baunum, en þær eru brenndar á tvo ólíka vegu, þ.e. í Vinarbrennslu og Meðalbrennslu. Þetta er bragðmikið en þó frísklegt kaffi, þétt í sér með mjúkum tónum af súkkulaði. Gott kaffi fyrir þá sem vilja skyggnast inn í framtíðina.
Þegar lögð er inn pöntun þarf að leggja inn upphæðina sem selt er fyrir á reikning 140-26-82839, kennitala 700387-2839. Muna að taka fram í skýringu nafn þess drengs sem leggur inn.
Athugið að pantanir verða að berast fyrir þriðjudaginn, 6. mars, með því að hringja í síma 860-2244, eða senda tölvupóst á eftirfarandi netfang, jknutsdottir@actavis.is
Gangi ykkur rosalega vel J J J
Pöntunarblaðið mitt
Nafn seljanda: Sími:
fimmtudagur, mars 01, 2007
Fjör í frostinu!
Eldmóðurinn yljaði strákunum og mér í frostveðrinu á þriðjudaginn þar sem hvorki fleiri né færri en 37 strákar mættu á æfingu (sem er tæplega 90% mæting hjá hópnum). Það er algjör unun að fylgjast með strákunum og áhuginn skín úr hverju andliti. Algjör miljónkall!