laugardagur, maí 30, 2009

Frí á mánudag og fleira

Það er frí á mánudaginn ( annar í Hvitasunnu ) hjá strákunum . Næsta æfing er á þriðjudaginn kl 16:00 á Ásvöllum.

Svo minni ég á að skrá strákinn á Þróttaramótið 6.júní, en upplýsingar um það eru hér í færslunni fyrir neðan.

kv Þjálfarar

þriðjudagur, maí 26, 2009

Þróttaramót framundan

Kæru foreldrar

Framundan hjá 7.fl karla í fótboltanum er Þróttaramótið 2009 sem er haldið í Laugardalnum í Reykjavík. Mótið er haldið laugardaginn 6.júní og er stefnan á að fara með 5 lið frá Haukum jafnvel 6 lið ef að mæting verður áfram góð
( 7-8 strákar í liði). Til þess að allir fái að spila og séu réttum liðum viljum við þjálfarar byðja ykkur foreldra að skrá strákinn á mótið með því að senda tölvupóst á : arnihh@gmail.com . Þar þarf að koma fram nafn stráks og hvaða ár hann er fæddur. Ef strákurinn er nýbyrjaður er sniðugt að senda kennitölu með og hvaða vinir hans eru í flokknum því stundum er hægt að hafa vini saman í liði .
Loks 2-3 dögum fyrir mót munum við þjálfarar setja allar upplýsingar inná heimasíðu flokksins sem er:7flokkur.blogspot.com auk þess að senda tölvupóst á ykkur foreldra.

Muna að skrá strákinn sem fyrst ef hann vill spila á mótinu.

Kv Þjálfarar

Æfing

Í dag ( þriðjudag) er æfing hjá strákunum kl 16:00.

sunnudagur, maí 24, 2009

Æfing

Á morgunn ( mánudag ) verður æfing kl 17:00 á grasinu á Ásvöllum.

Núna fer að styttast í stórmót hjá Þrótti í Laugardalnum sem verður laugardaginn 6.júní og förum við með 5 lið og allir fá að spila.

kv Þjálfarar

þriðjudagur, maí 19, 2009

Frí á fimmtudag

Það verður frí á fimmtudag ( Uppstigningardag ) á æfingu og því verður næsta æfing á mánudag kl 17:00. Endilega að hvetja strákanna til að æfa sig sjálfir yfir helgina.

mánudagur, maí 18, 2009

Æfing

Í dag mánudag er æfing hjá strákunum kl 17:00 - 18:00 á grasinu á Ásvöllum.


Svo viljum við þjálfarar þakka fyrir skemmtilega leiki á Faxaflóamótinu um helgina þar sem strákarnir stóðu sig vel.

fimmtudagur, maí 14, 2009

Mótið á sunnudag í FÍFUNNI

FAXAFLÓAMÓTIÐ Í FÍFUNNI Í KÓPAVOGI.

Núna eru hóparnir fyrir mótið á sunnudag 17.maí eiginlega klárir þ.e.a.s flestir af þeim sem æft hafa í vetur hafa skráð sig þó að einhverjir örfáir eigi það eftir ( þeir geta gert það með því að hringja í mig 8945231). Þeir sem eru alveg nýbyrjaðir að æfa eru kannski ekki á listanum vegna einmitt þess en ef að það gríðarlegur áhugi hjá stráknum að spila þá má alltaf hringja í mig. Það væri sjálfasagt að leyfa öllum að spila ef að við hefðum getað verið með flieri lið í mótinu en við fengum bara að vera með 4 lið að þessu sinni. Það er hinsvegar mót í byrjun júní þar sem allir fara á og allir spila en meira um það síðar.

Hópar 1 og 3 eiga að mæta 09:30 á sunnudag íFÍFUNA í Kópavogi.

Hópar 2 og 4 eiga að mæta kl 09:45 á sunnudag í FÍFUNA í Kópavogi


Hópur 1: Aðalgeir,Burkni,Jón Karl,Natan Berg,Kristófer Bjarmi,Friðleifur,Bjarki, Binni.

Hópur 2: Patrik, Arnar Bjarni,Carlos,Enok,Guðlaugur Ísak, Kristófer Halldórsson,Gunnar Már og Tryggvi Ólafs.

Hópur 3: Kristófer Jóns, Elvar Árni, Máni, Tryggvi, Lárus,Sveinn Ari,Jakob ,Ísak Helgi og Adrían.

Hópur 4: Hallur Húni, Arnór Pétur, Pálmi, Gabríel,Elvar Aron,Orri, Hinrik,Logi,Sindri Örn.


Ef það er verið að gleyma einhverjum þá er bara að hringja í mig en þetta eru þeir sem eru búnir að skrá sig.

Sjáumst hress á sunnudag og svo er næsta æfing kl 17:00 á mánudag

Strákarnir fá keppnistreyjur á staðnum.

mánudagur, maí 11, 2009

Æfing í dag og skráning í Faxaflóamót

Það er æfing í þessu " góða " veðri í dag kl 17:00. Ef að veðrið verður slæmt hættum við aðeins fyrr eða um 17:45.


Sunnudaginn 17.mái næstkomandi er Faxaflóamótið hjá strákunum og verðum við með 4 lið, þó að við gætum verið með 5 lið en það var ekki pláss fyrir fleiri lið í þessum riðli hjá KSÍ. Strákarnir eiga að mæta inní KÓRINN sem er stórt yfirbyggt gervigrashús í Kórahverfinu í Kópavogi. Ég vil byðja ykkur að skrá strákinn ykkar til leiks strax með því að senda mér póst á þetta póstfang svo að ég geti sett í hópa sem fyrst og sent ykkur mætingatímana á keppnisdag. Ég set svo hópana og allar upplýsingar á bloggsíðuna, sem ég vona að allir séu duglegir að lesa og einnig með tölvupósti. Mótið hefst um 10 leytið og klárast rétt fyrir hádegi.

fimmtudagur, maí 07, 2009

Æfing og fleira

Æfingin í dag , fimmtudag er kl 17:00 á grasinu hjá strákunum.


Sæl öllsömul Árni þjálfari strákanna í 7.fl í fótbolta hér. Sunnudaginn 17.mái næstkomandi er Faxaflóamótið hjá strákunum og verðum við með 4 lið, þó að við gætum verið með 5 lið en það var ekki pláss fyrir fleiri lið í þessum riðli hjá KSÍ. Strákarnir eiga að mæta inní KÓRINN sem er stórt yfirbyggt gervigrashús í Kórahverfinu í Kópavogi. Ég vil byðja ykkur að skrá strákinn ykkar til leiks strax með því að senda mér póst á þetta póstfang svo að ég geti sett í hópa sem fyrst og sent ykkur mætingatímana á keppnisdag. Ég set svo hópana og allar upplýsingar á bloggsíðuna, sem ég vona að allir séu duglegir að lesa og einnig með tölvupósti. Mótið hefst um 10 leytið og klárast rétt fyrir hádegi.

Svo er farið að fjölga vel í flokknum sem er jákvætt og vona ég og við að það haldi áfram. Meginmarkmiðið er að strákarnir hafi gaman og læri það að vera í hópíþrótt. Einnig vil ég hvetja ykkur og strákanna til að vera tímalega mætt á æfingar ef það hægt svo að allt gangi betur.

MBK

Árni og þjálfarar


P.S Muna að skrá sem fyrst í mótið.

þriðjudagur, maí 05, 2009

Æfing og mót 17.maí

Æfingin í dag , þriðjudag , er kl 16:00 á grasinu.

Sunnudaginn 17.maí er Faxaflóamótið hjá strákunum og er það haldið í Kórnum í Kópavogi. Við stefnum á að fara með 4 lið.

mánudagur, maí 04, 2009

Fyrsta grasæfing sumarsins

Jæja núna í dag , mánudag, byrja grasæfingar hjá strákunum og hefst æfingin kl 17:00 á grasinu. Ég vil hvetja alla til að klæða strákana samkvæmt veðri því að rigningin er ansi köld ennþá þó svo að almanakið segi að það sé komið sumar.