miðvikudagur, maí 23, 2012

Vinamót hjá Breiðablik sunnudaginn 3.júní

Sælir foreldrar

Blikar voru að bjóða okkur á vinamót hjá þeim sunnudaginn 3.júní. Mótið er haldið á gervigrasi við Kórinn í Kópavogi og stendur yfir frá klukkan 09.00-13.30. Við sendum fimm lið á mótið og hvert lið klárar sína 5 leiki á ca. einum og hálfum klukkutíma. Það kostar ekkert að taka þátt í mótinu og það verða seldar samlokur, svalar og bakkelsi í sjoppu á staðnum.
Við ætlum að biðja ykkur um að skrá strákinn ykkar á mótið með því að senda sem fyrst póst á hilmar@raggoz.com með nafni ykkar stráks.
Við komum svo til með að setja liðin og hvenær hver strákur á að mæta inn á bloggsíðu flokksins seinnipartinn í næstu viku. Auk þess sendum við það á póstlistann.

Ef einhver vill láta bæta sér við á póstlista flokksins þá má sá hinn sami taka það fram um leið og hann skráir sinn strák á mótið.

kveðja
þjálfarar

miðvikudagur, maí 09, 2012

Fjáröflun


Þriðja færslan í dag, endilega lesa þær allar....

Sælir foreldrar.
Foreldraráð 7. flokks hefur ákveðið að standa fyrir fjáröflun fyrir Norðurálsmótið sem við erum að fara á 15 – 17. næsta mánaðar.
Vaxandi vilji hefur verið fyrir því að fara í fjáröflun fyrir mótið og ákváðum við því að bjóða uppá hana þó að seint sé.
Nokkur umræða hefur verið um málið í Facebook hóp flokksins sem við minnum aftur á hér.
Eftirtaldar vörur eru í boði:
Lakkrís (blandaður 400 gr.)                                   Verð : 1000 (ágóði barns: 500 kr.)
Humar 1,5 kg.                                                          Verð :  5000 (ágóði barns: 1500 kr.)
WC pappír (Katrin Care 64 rúllur)                       Verð :  4000 (ágóði barns: 1150 kr.)
WC pappír (Katrin Care – De luxe), 42 rúllur)   Verð :  5500  (ágóði barns: 1350 kr.)
Eldhúsrúllur (28 rúllur)                                          Verð : 4000  (ágóði barns: 1350 kr.)
Pokapakki                                                                 Verð : 2900   (ágóði barns: 1050 kr.)
Inniheldur:   1 rúlla nestispokar stórir ( 50stk ),  1 rúlla heimilispokar stórir ( 30stk ),
         1 rúlla ruslapokar gráir með haldi ( 25stk ), 1 rúlla svartir ruslapokar ( 25stk )               
Hreinsipakki                                                             Verð : 4000   (ágóði barns: 1100 kr.)
Inniheldur:  Alhreinsir 750ml, WC hreinsir 1ltr, Uppþvottalögur 1ltr,  Glerhreinsir 1ltr.
Þvottaefni 4kg                                                           Verð : 3500  (ágóði barns: 1500 kr.)
Hamborgarar 115gr 10stk                                       Verð : 2100  (ágóði barns: 500 kr.)
Sænskar Hakkbollur 1kg                                          Verð : 1800  (ágóði barns: 500 kr.)
Pantanir þurfa að berast fyrir 16. maí þar skal telja fram hvaða vörur, magn, nafn barns og kennitala. Pantanir skulu sendar á magnus@securitas.is
Til nánari útskýringar þá virkar þetta í raun þannig að þið greiðið fyrir vöruna að fullu þ.e. það verð sem getið er um hér að ofan en það er einnig útsöluverðið hjá ykkur. Það sem að við greiðum fyrir vörurnar er verðið mínus ágóði barns. Ágóðan leggjum við svo beint inn á reikning viðkomandi barns. Þið seljið svo vörurnar aftur fyrir kostnaði. Greiða þarf fyrir vöruna í seinasta lagi við afhendingu sem verður í anddyri Ásvalla miðvikudaginn 23. maí á milli kl. 17.30 – 19.00.
Þeir sem vilja greiða með heimabanka geta lagt beint inn á reikning en númerið fáið þið sent til baka í tölvupósti þegar þið pantið.
(þeir sem greiða inn á reikninginn þurfa að koma með kvittun og sýna við afhendingu)
ATH: Engar undantekningar eru gerðar varðandi afhendingu ef ekki er staðfesting á greiðslu. (þetta er regla sem Haukar hafa sett vegna atvika sem hafa komið upp við fjáraflanir)
Þau börn/foreldrar sem ætla að taka þátt í þessari (og öðrum) fjáröflunum verða að fara í Landsbankann í Hafnarfirði og stofna svokallaðan SPORT reikning á kennitölu barnsins.
Þeir verða svo að senda tölvupóst á magnus@securitas.is með upplýsingum um númer reikningsins og kennitölu barnsins.
Þessi reikningur mun svo fylgja barninu upp alla flokkanna og þar verður ágóði fjáröflunarinnar lagður inn. Flestir drengir á eldra ári eiga reikning í bankanum sem við munum nota áfram en þeir sem eru nýlega byrjaðir að æfa og hafa ekki farið í gegnum þetta ferli áður þurfa að fara í bankann og stofna reikning eins og allir foreldrar drengja á yngra ári.
Ef eitthvað er óljóst hafið þá endilega samband við:
Magnús           8962547
Elís                  6961438
Bestu kveðjur,
Foreldrastjórn 7.flokks

Athugið einnig færsluna fyrir neðan þennan póst!!


Lesið einnig færsluna fyrir neðan þessa færslu!! Báðar gerðar miðvikudaginn 9.maí.

Haukar taka á móti Tindastóli á laugardag kl. 14.00.  Ókeypis á leikinn.
Hvetjum foreldra Hauka-barna sérstaklega til að mæta.

Fyrsti leikur Hauka í 1. deildinni í sumar verður gegn Tindastóli á Ásvöllum á laugardaginn kl. 14:00 en ókeypis verður á Schenker-völlinn í boði Rio Tinto Alcan.  ,,Við hvetjum foreldra Hauka-barna sérstaklega velkomin á völlinn,“ segir Guðbjörg Norðfjörð, íþróttastjóri Hauka en einnig verður ókeypis í aðstöðu Hauka í horni.  Upphitun á Ásvöllum hefst kl. 12.00 og hægt verður að kaupa hamborgara og drykki á vægu verði.
Hilmar Trausti Arnarson, fyrirliði liðsins, segir að sumarið leggist mjög vel í hann enda hafi hópurinn æft mjög vel í vetur.  ,,Allir leikmenn eru heilir og í topp formi, fyrir utan Gumma Sævars sem meiddist á æfingu eftir að við komum heim frá Spáni en hann vonandi allur að koma til.  Annars höfum við verið frekar heppnir með meiðsli í allan vetur enda búnir að losa okkur við mestu væludúkkurnar og einungis harðjaxlar í hópnum í dag. Við erum með gott lið og ef við spilum okkar bolta þá hef ég engar áhyggjur af gengi liðsins. Það eru mörg góð lið í þessari deild og þetta verður stríð í hverjum einasta leik.“
Hann segir að leikurinn gegn Tindastóli verði erfiður eins og allir leikir í þessari deild.  ,,Það er klárt að það verður ekkert vanmat of okkar hálfu, þeir eru að koma upp um deild, hafa engu að tapa og koma eflaust klárir til leiks. Það er mikilvægt að byrja mótið vel og gefa strax til kynna að við ætlum okkur stór hluti í sumar.“
Spurður um stemmninguna í hópnum þá segir Hilmar að það hafi aldrei vantað upp á hana í Haukum.  ,,Svo vil ég hvetja okkar stuðningsmenn til að fjölmenna á okkar leiki í sumar þar sem það gefur okkur leikmönnunum aukinn kraft að sjá stúkuna fulla af Haukafólki.  Ég vil því biðja alla alvöru Haukamenn að fjölmenna á leikina í sumar og gera Schenker-völlinn að óvinnandi vígi. Við leikmenn komum til með að gera okkar besta til þess að skemmta ykkur í sumar og sendum ykkur heim með bros á vör.“

Strákarnir fá að leiða leikmenn inná í fyrsta leik sumarsins!!


Sælir foreldrar

Á laugardaginn næstkomandi  12.maí spila Haukar sinn fyrsta leik í Íslandsmótinu 2012.

Leikurinn er gegn Tindastól sem eru nýliðar í 1.deildinni. Leikurinn hefst klukkan 14.00.

Strákunum í 7.flokki býðst að leiða leikmenn liðanna inn á völlinn. Þeir sem hafa áhuga á því þurfa að mæta upp á Ásvelli á laugardaginn klukkan 13.30 ásamt foreldra (Mæta inn í stóra húsið þar sem gengið er upp á aðra hæð) í Haukabúning. (treygju og stuttbuxum) Þar verður tekið á móti strákunum.

Frítt verður fyrir alla á leikinn í boði Rio Tinto og því tilvalið tækifæri fyrir alla fjölskylduna að skella sér á völlinn.

kveðja
þjálfarar

mánudagur, maí 07, 2012

Myndir, Norðurálsmót og peysur


Sælir foreldrar

Takk fyrir samveruna um helgina, vonandi að allir hafi skemmt sér vel.

Hér er linkur á myndasíðu af mótinu ef þið hafið áhuga á því: http://www.flickr.com/photos/kfc-fotbolti/sets/

Nú fer að styttast í Norðurálsmótið sem haldið verður dagana 15.-17.júní

Ef einhverjir foreldrar eiga ennþá eftir að skrá strákinn sinn á mótið þá fer hver að verða seinustur að gera það.

Skráið með því að senda póst á hilmar@raggoz.com og greiða 2.000kr skráningargjald. Leggja inn á reikning 0544-26-060812 kt. 160186-3569 (gott væri ef þið gætuð sent kvittun á hilmar@raggoz.com)

Varðandi peysurnar fyrir Norðurálsmótið:

Á miðvikudaginn og fimmtudaginn 9. og 10. maí. frá kl: 17-18 mun vera hægt að panta slíkar peysur fyrir strákana ykkar.
Ég verð í kaffihorninu í Haukahúsinu með nokkrar peysur sem strákarnir geti mátað hvaða stærð þeim vantar. Peysurnar eru rauðar merktar með Haukamerkinu og svo nafn strákanna á erminni. Þær kosta 3.500 kr. stykkið með merkingu. Það þarf að borga með peningum á staðnum.

kveðja
þjálfarar

miðvikudagur, maí 02, 2012

KFC mót Víkings - lið og mæting

Sælir foreldrar

Hér að neðan eru liðaskiptingin fyrir mótið næstu helgi. Athugið að tvö lið spila á laugardeginum og þrjú lið á sunnudeginum. Þátttökugjald í mótinu er 2.000kr á strák og ætlum við að biðja ykkur að greiða það gjald við komu hjá þjálfurum. Muna að mæta á réttum tíma.


Þetta lið mætir við völl 3 kl: 11.55 laugardaginn 5.maí
B1:
Rökkvi Rafn
Kristófer Kári
Tómas Anulis
Victor Breki
Aron Guðnason
Sölvi Reyr
Lórenz Þór
Jónas Bjartmar

Kl: 12:15 völlur 3   Haukar B1 – Stjarnan B1
Kl: 12:45 völlur 3   Breiðablik B2 – Haukar B1
Kl: 13:15 völlur 3   Haukar B1 – Víkingur B1
Kl: 13:45 völlur 4   Haukar B1 – FH B1

Þetta lið mætir við völl 1 kl: 13.55 laugardaginn 5.maí
C-lið:
Gabríel
Jón Sverrir
Oliver Breki
Aron Þór
Victor Freyr Greil
Tómas Hugi
Arnór Elís
Patrik Leó
Högni

Kl: 14:15 völlur 1   KR C3 – Haukar
Kl: 14:45 völlur 2   Haukar – ÍR
Kl: 15.15 völlur 2   Stjarnan C2 – Haukar
Kl: 16.15 völlur 2   Breiðablik C4 – Haukar

Þetta lið mætir við völl 1 kl: 08.55 sunnudaginn 6.maí
A-lið:
Daníel Ingvar
Ágúst Goði
Össur
Bóas
Patrik Snæland
Þorsteinn Emil
Þráinn Leó
Andri Fannar

Kl: 09.15 völlur 1   Fjölnir A2 – Haukar
Kl: 09.45 völlur 2   Haukar – Stjarnan A2
Kl: 10.15 völlur 2   ÍR – Haukar
Kl: 11.15 völlur 2   FH – Haukar


Þetta lið mætir við völl 3 kl: 08.55 sunnudaginn 6.maí
D-lið:
Hugi
Þrymur
Daníel Darri
Sigurður Sindri
Jörundur Ingi
Stefán Karolis
Benni
Mikael Lárus
Reynir Örn

Kl: 09.15 völlur 3   Haukar – Breiðablik D4
Kl: 09.45 völlur 3   KR D2 – Haukar
Kl: 10.45 völlur 4   Haukar – FH D2
Kl: 11.15 völlur 3   Stjarnan D2 – Haukar


Þetta lið mætir við völl 1 kl: 09.10 sunnudaginn 6.maí
B2:
Þór Leví
Róbert Bjarni
Freyr Elí
Halldór Óskar
Snorri Jón
Jón Gunnar
Emil Fannar
Ásgeir Bragi

Kl: 09.30 völlur 1   Haukar B2 – Breiðablik B4
Kl: 10.00 völlur 1   ÍR – Haukar B2
Kl: 10.30 völlur 1   Haukar B2 – Víkingur B2
Kl: 11.00 völlur 2   Haukar B2 - Grótta

kveðja þjálfarar