miðvikudagur, maí 23, 2007

Orðsending frá Foreldrastjórninni

Kæru foreldarar

Við í foreldrastjórninni viljum þakka kærlega fyrir góðar undirtektir við fjáröflunni okkar á laugardaginn varðandi sjoppusölunni.

Margir lögðu fram vinnu sína og aðrir bökuðu og útveguðu vörur á afslætti eða gefins.

Ágóði af sjoppunni er 28.000 kr einnig er mikill afgangur af drykkjum, sælgæti, snakki, muffins, brauði, skinku (bakkelsið var fryst). Þetta verður svo notað sem nesti fyrir strákana á Skagamótinu þannig að ágóðinn var í raun töluvert meiri ef allt er talið með.

Fyrir Skagamótið munu allir strákarnir fá regngalla (rauðan jakka, svartar buxur) og hummel húfu, en þetta verður innifalið í verði mótsins. Þriðjudaginn 29.maí verður mátun í vallarhúsinu strax eftir æfingu eða kl 17:00. Endilega mæta til að fá rétta stærð á drengina.

Kveðja Foreldrastjórnin

mánudagur, maí 21, 2007

Vel heppnað Faxaflóamót afstaðið

Það beið okkar gluggaveður af bestu gerð á laugardaginn þegar Keflavík, Breiðablik og ÍA kíktu í heimsókn á Ásvelli til að leika í B-riðli Faxaflóamótsins í 7.flokki karla. Þetta var algjörlega ný reynsla fyrir mér að halda mót af þessu tagi og það var í mörg horn að líta. Án hjálp allra hjálpsömu foreldranna hefðu þetta ekki gengið upp.
Liðstjórarnir Ómar Freyr (pabbi Kristófers), Ingvar (pabbi Arnórs) og Sigþór (pabbi Marteins) ásamt Þorkeli (pabba Orra) og Sigmari (pabbi Andra) fá mínar innilegustu þakkir fyrir aðstoðina á vellinu og svo fær foreldrastjórnin ásamt þeim foreldrum sem aðstoðuðu við kaffisöluna bestu þakkir fyrir að skapa skemmtilega umgjörð um mótið. Takk.

Einhver varð fyrir því óláni að týna Ipod-spilara á svæðinu. Ef þú kannast við það þá geturu haft samband við mig í síma eða tölvupósti.

Ef einhverjir voru með myndavélar á mótinu þá megið þið endilega senda mér góðar myndir á tölvupósti eða splæsa á mig geisladiski og setja á fyrir mig.

Næsta stóra verkefnið hjá flokknum er Skagamótið helgina 22.-24. júní. Til að skerpa á undirbúningnum fyrir það mót verður foreldrafundur haldinn á fimmtudaginn kl. 19:00-19:30 á 2. hæðinni í Íþróttamiðstöðinni á Ásvöllum. Farið verður yfir helstu atriði og spurningum svarað. Algjör skyldumæting fyrir alla! Sjáumst þá.

föstudagur, maí 18, 2007

Faxaflóamótið - leikjaskipulagið

Það verða 4 lið sem keppa á mótinu á morgun. Það er mæting kl. 09:40 hjá öllum, og í Vallarhúsinu á Ásvöllum munu hanga blöð sem sýna hverjir eiga að keppa í hvaða deild. Einhverjir munu örugglega ekki vera á þeim listum, þar sem einhverjir hafa ekki enn staðfest þátttöku, en við kippum því í liðinn á staðnum. Allir fá að spila!


Kl Deild Völlur Heimalið Gestir Úrslit
10:00 Argentíska deildin 1 Haukar Breiðablik 2
10:00 Argentíska deildin 2 ÍA Keflavík
10:00 Chile deildin 3 Haukar Breiðablik 2
10:00 Chile deildin 4 ÍA Keflavík






10:15 Brasilíska deildin 1 Haukar Breiðablik 2
10:15 Brasilíska deildin 2 ÍA Keflavík
10:15 Danska deildin 3 Haukar Breiðablik 2
10:15 Danska deildin 4 ÍA Keflavík






10:30 Argentíska deildin 1 Haukar ÍA
10:30 Argentíska deildin 2 Breiðablik 2 Keflavík
10:30 Chile deildin 3 Haukar ÍA
10:30 Chile deildin 4 Breiðablik 2 Keflavík






10:45 Brasilíska deildin 1 Haukar ÍA
10:45 Brasilíska deildin 2 Breiðablik 2 Keflavík
10:45 Danska deildin 3 Haukar ÍA
10:45 Danska deildin 4 Breiðablik 2 Keflavík






11:00 Argentíska deildin 1 Keflavík Haukar
11:00 Argentíska deildin 2 ÍA Breiðablik 2
11:00 Chile deildin 3
Keflavík Haukar
11:00 Chile deildin 4
ÍA Breiðablik 2






11:15 Brasilíska deildin 1 Keflavík Haukar
11:15 Brasilíska deildin 2 ÍA Breiðablik 2
11:15 Danska deildin 3
Keflavík Haukar
11:15 Danska deildin 4
ÍA Breiðablik 2

þriðjudagur, maí 15, 2007

Upplýsingarnar um Faxaflóamótið

Nú líður að því að ég þurfi staðfestingu á því hverjir munu taka þátt í Faxaflóamótinu á laugardaginn. Vinsamlegast sendið mér tölvupóst á kristjan.omar "hjá" gmail.com og takið fram hvort strákurinn ykkar muni taka þátt eða ekki. Til vara má líka senda mér sms - en helst vill ég fá tölvupóst. Ég myndi vilja getað tilkynnt liðin á föstudagsæfingunni svo að gott væri að fá staðfestinguna í síðasta lagi á hádegi á föstudaginn.

Það kostar ekkert að taka þátt í Faxaflóamótinu en einmitt þess vegna þá vill ég hvetja sem flesta að gefa sig fram við Foreldrastjórnina og aðstoða hana við fjáröflunina sem verður í gangi á mótsstað: sjoppusöluna, kökubakstur, annað (sjá eldri frétt hér fyrir neðan).

Að lokum við ég minna fólk á að skoða reglulega eldri bloggfærlsur á síðunni, en þar nú að finna æfingaplanið fyrir maí, plan fyrir Faxaflóamótið og annað áhugavert.

Auglýsing frá foreldra í flokknum

Eftirlýstir Kuldaskór!!
Teknir voru í misgripum kuldaskór af fótboltaæfingu hjá 7 flokki um daginn í Hauka húsinu. Þetta eru Dökkbláir uppháir skór sem heita SOREL (sjá mynd).

Málið er að einhver hefur tekið skóna hjá syni mínum, stærð 31 og aðrir alveg eins, skildir eftir í stærð 34 (sem eru hjá mér). Viljið þið foreldrar vera svo væn að kanna hvort það geti verið að barnið sé með heima of litla skó. Þetta eru vandaðir og dýrir kuldaskór sem ég vildi gjarnan finna.

Með fyrirfram þökk ;o)
Jenný Kamilla
(Mamma Þóris Jóhanns í 1.ASÞ), S:845-4239

laugardagur, maí 12, 2007

Fjáröflun fyrir Skagamótið

Hér er önnur tilkynning frá foreldrastjórninni sem er að vel virk og að gera mjög góða hluti. Ég vona að fólk verði fúst til að taka þátt í þessari fjáröflun sem tengist Faxaflóamótinu sem við munum halda 19. maí. Fjáröflunin myndi einnig búa til flotta umgjörð í kringum mótið hjá okkur og gera það skemmtilegra fyrir alla.

.............................

Foreldraráð hefur ákveðið að vera með sjoppu á Faxaflóamótinu sem fer fram næsta laugardag (19.maí), í fjáröflunarskyni fyrir Skagamótið. Mótið verður haldið á Ásvöllum milli kl. 10:00 og 12:00. Það er von okkar að sem flestir foreldrar sjái sér fært að hjálpa til. Ef margir hjálpa til er þetta lítil vinna fyrir hvern og einn.

Við ætlum að selja eftirfarandi:
· Grillaðar samlokur með skinku og osti
· Heimatilbúið "bakkelsi"
· Súkkulaði t.d. prins polo, kit kat.
· Kaffi
· Svala

Ef einhverjir foreldrar hafa aðstöðu til að útvega eitthvað af eftirfarandi á heildsöluverði eða geta fengið frítt þá væri það vel þegið. Endilega látið vita tímalega ef þið getið útvegað eitthvað af þessu. Brauð, skinku, ost, kaffi, frauðbolla fyrir kaffið, einhverja gerð af súkkulaði og svala. Æskilegt er að flestir foreldrar komi með eitthvað heimatilbúið "bakkelsi" s.s. muffins, kleinur, pönnukökur, skúffukökur, pitzusnúða eða eitthvað þess háttar. Gott væri að þeir sem geta bakað láti okkur vita.
Svo þurfum við líka einhverja foreldra til að vinna í sjoppunni. Við höfðum hugsað okkur að hver og einn þyrfti samt ekki að vera lengur en 30 mínútur. Þeir sem hafa aðstöðu til að vinna í sjoppunni endilega láta vita fyrir föstudaginn 18.maí.

Upplýsingar um hverjir geti bakað og hverjir geti verið í sjoppunni skulu berast til Jennýar eða Helgu Jenný S: 845-4239 e-mail:
jknutsdottir@actavis.is
Helga S: 849-9918 e-mail:
helgahuld27@hotmail.com

Kveðja
Foreldraráð

þriðjudagur, maí 08, 2007

Æfingafatnaðurinn

Tilkynning frá foreldrastjórninni:

Sæl
Föstudaginn 11. maí kl. 17:00 við Vallarhúsið á Ásvöllum, munum við afgreiða vörur til þeirra sem pöntuðu úr Fjölsport.

Til að fá vörur afgreiddar, þarf að greiða við afhendingu eða millifæra inn á eftirfarandi reikningreikninsnr. reikning 140-26-82839, kennitala 700387-2839
Þeir sem millifæra sýni kvittun við afhendingu.

Muna að setja nafn drengs í skýringu.Hver og einn getur reiknað út verð á sinni pöntun.VerðPeysa + gervigrasbuxur + sokkar = 6000 kr.Úlpa = 3500 kr.Íþróttagalli = 5500 kr.
Ef fólk er í einhverjum vafa með hvað það pantaði þá er hægt að hringja í Kollu í síma 860 2244
Kveðja
Foreldraráð Linda, Helga, Jenný og Kolla

mánudagur, maí 07, 2007

Faxaflóamótið á Ásvöllum

Ég sóttist eftir því við KSÍ að Haukar yrðu umsjónaraðili með riðli Hauka í Faxaflóamóti 7.flokks karla - sem og varð raunin. Upphaflega var mótið sett á 26. maí en þar sem það er Hvítasunnuhelgin var ákveðið að færa mótið fram um viku. Laugardaginn 19. maí verður því húllumhæ og hrúga af fólki á Ásvöllum þegar Keflavík, Breiðblik 2 og ÍA kíkja öll í heimsókn með A, B, C og D-lið.

Leikjaplönin má finna hér:
Leikjaplan A-liðsins
Leikjaplan B-liðsins
Leikjaplan C-liðsins
Leikjaplan D-liðsins

Nánar um þetta mót síðar.

föstudagur, maí 04, 2007

Breytt æfingaáætlun í maí

Þar sem Haukum hefur verið úthýst úr Risanum þá verð ég að gera breytingar á æfingatöflunni núna í maí, eða þangað til sumaræfingatafla verður tekin í gagnið. Þriðjudags- og föstudagsæfingarnar verða óbreyttar um sinn en sunnudagsæfingarnar verða eftirfarandi:
Sunnudagurinn 6. maí - Ásvellir innanhúss 14-15
Sunnudagurinn 13. maí - Ásvellir gervigras 12-13
Sunnudagurinn 20. maí - Engin æfing þar sem daginn áður er Faxaflóamótið á Ásvöllum
Sunnudagurinn 27. maí - Frí (Hvítasunnudagur og mjög vinsæl ferðahelgi).

Það er auðvitað glatað að þurfa að vera með svona "fljótandi" æfingatöflu, en því miður eru engar aðrar lausnir á málinu. Ég vona að þetta valdi ekki of miklum óþægindum.